Þórir hafði sæmdir miklar af ferð sinni og fé því er hann hafði út haft. 

Thorir had great honor from his journey and wealth that he had obtained abroad.


Hann bað Þuríðar dóttur Hallsteins goða til handa Ketilbirni fóstbróður sínum og fékk þann kost og gerði bú í Tungu í Króksfirði en stundum var hann með Þóri.

He asked (in marriage) Thuridar, daughter of chief Hallstein for his foster-brother Ketilbjorn, and he got the match and built a farm in Tungu in Kroksfirth (Hook's-firth), but he sometimes stayed with Thorir.


En er Þórir hafði einn vetur búið fór hann til Kleifa og með honum Gilli og Vaði skáld og fóstbræður hans. 

When Thorir one winter had gotten ready, he went to Kleifa, and with him Gilli and Vadi, a poet, and his foster-brother.


Þórir bað Ingibjargar Gilsdóttur. 

Thorir asked (in marriage) Gil's daughter Ingibjargar.


En er þeir sátu að málum þessum þá lét Gísl bóndi enga menn ná að fara inn til Ólafsdals því að hann vildi eigi að Þorgeir úr Ólafsdal yrði var við þar sem hann var biðill hennar Ingibjargar og hafði lagt við hana mikla ást. 

When they debated it, master Gisli permitted no man to travel in to Olafsdale because he didn't want Thorgeir from Olafsdate respond when he was her, Ingibjargar's, suitor and had felt great love toward her.     (Z. sitja 8: sitja at málum = to sit over a case, debate it)


Gísl lét þá þegar brúðlaup gera og hélt þar öllum komandi mönnum meðan veislan stóð.

Gils then at once had the wedding prepared and upheld (?) there all the attending (?) people while the wedding feast lasted. 


En er Þórir fór í brott með konu sína þá fara menn út með Gilsfirði til Saurbæjar, þeir er að boðinu voru, og fundu sauðamann úr Ólafsdal og sögðu honum gjaforðið Ingibjargar. 

And/but when Thorir went away with his wife, then men go out through Gilsfirth to Saurbaejar, they who were at the wedding, and met a shepherd from Olafsdale and they told him about Ingibjargar's match.


Sauðamaður fór heim og segir þeim feðgumw. 

(The) shepherd went home and tells father and son.


Þorgeir vildi drepa boðsmennina og kvað firn í að þeir voru leyndir svikum slíkum en Ólafur bað eigi óverða gjalda og bað hann heldur gjalda Þóri. 

Thorgeir wanted to kill the guests at the feast and said (it was) a monstrous thing in that they were hiding such fraud, and Olafr asked to not repay (the) guiltless, but asked him rather to repay Thorir. 


En er þeir sáu að Þórir reið út um teig fyrir vestan fjörð þá báru þeir eigi áræði til að ríða eftir þeim.

And when they saw that Thorir rode out across a strip of land west of the fiord, then they didn't produce (the) courage to ride after them.


Fór Þórir nú heim með konu sína og tókust þar ástir góðar. 

Thorir now went home with his wife and they came to love each other much.


Þau áttu son er Guðmundur hét og var hann allbráðger. 

They had a son who was named Gudmundr, and he was very precocious.


Hann fæddist upp með Eyjólfi í Múla og gaf hann honum stóðhross hálf við Grím son sinn. 

He was brought up by Eyjolfi in Mula and (Eyjolf) gave him half a stud horse with Grim his son.


Það var litföróttur hestur með ljósum hrossum.

It was a dappled horse with a light-colored mare.


Grímur Eyjólfsson var mikill og eldsætur og þótti vera nær afglapi. 

Eyjolf's son Grimr was large and habitually sitting by the fire and thought to be nearly a fool.


En er hann reis úr fleti var hann í hvítum vararvoðarstakki og hafði hvítar brækur og vafið að neðan spjörum. 

When he rose from the-raised-floorings-along-the-sides-of-a-hall, he was in white common-wadmal-capes and had white pants and leg-bands wrapped below. 


Því var hann Vafspjara-Grímur kallaður. 

Therefor he has called Vafspjara-Grimr (Wrap-leg-bands-Grim).


Engi maður vissi afl hans. 

No man knew his physical strength.


Hann var mjög ósýnilegur.

He was very unsightly.