Þórir hafði sæmdir miklar af ferð sinni og fé því er hann hafði út haft. Hann bað Þuríðar dóttur Hallsteins goða til handa Ketilbirni fóstbróður sínum og fékk þann kost og gerði bú í Tungu í Króksfirði en stundum var hann með Þóri.


En er Þórir hafði einn vetur búið fór hann til Kleifa og með honum Gilli og Vaði skáld og fóstbræður hans. Þórir bað Ingibjargar Gilsdóttur. En er þeir sátu að málum þessum þá lét Gísl bóndi enga menn ná að fara inn til Ólafsdals því að hann vildi eigi að Þorgeir úr Ólafsdal yrði var við þar sem hann var biðill hennar Ingibjargar og hafði lagt við hana mikla ást. Gísl lét þá þegar brúðlaup gera og hélt þar öllum komandi mönnum meðan veislan stóð.


En er Þórir fór í brott með konu sína þá fara menn út með Gilsfirði til Saurbæjar, þeir er að boðinu voru, og fundu sauðamann úr Ólafsdal og sögðu honum gjaforðið Ingibjargar. Sauðamaður fór heim og segir þeim feðgum. Þorgeir vildi drepa boðsmennina og kvað firn í að þeir voru leyndir svikum slíkum en Ólafur bað eigi óverða gjalda og bað hann heldur gjalda Þóri. En er þeir sáu að Þórir reið út um teig fyrir vestan fjörð þá báru þeir eigi áræði til að ríða eftir þeim.


Fór Þórir nú heim með konu sína og tókust þar ástir góðar. Þau áttu son er Guðmundur hét og var hann allbráðger. Hann fæddist upp með Eyjólfi í Múla og gaf hann honum stóðhross hálf við Grím son sinn. Það var litföróttur hestur með ljósum hrossum.


Grímur Eyjólfsson var mikill og eldsætur og þótti vera nær afglapi. En er hann reis úr fleti var hann í hvítum vararvoðarstakki og hafði hvítar brækur og vafið að neðan spjörum. Því var hann Vafspjara-Grímur kallaður. Engi maður vissi afl hans. Hann var mjög ósýnilegur.



=============== Below is the above passage divided by sentences ===============



Þórir hafði sæmdir miklar af ferð sinni og fé því er hann hafði út haft. 



Hann bað Þuríðar dóttur Hallsteins goða til handa Ketilbirni fóstbróður sínum og fékk þann kost og gerði bú í Tungu í Króksfirði en stundum var hann með Þóri.



En er Þórir hafði einn vetur búið fór hann til Kleifa og með honum Gilli og Vaði skáld og fóstbræður hans. 



Þórir bað Ingibjargar Gilsdóttur. 



En er þeir sátu að málum þessum þá lét Gísl bóndi enga menn ná að fara inn til Ólafsdals því að hann vildi eigi að Þorgeir úr Ólafsdal yrði var við þar sem hann var biðill hennar Ingibjargar og hafði lagt við hana mikla ást. 



Gísl lét þá þegar brúðlaup gera og hélt þar öllum komandi mönnum meðan veislan stóð.



En er Þórir fór í brott með konu sína þá fara menn út með Gilsfirði til Saurbæjar, þeir er að boðinu voru, og fundu sauðamann úr Ólafsdal og sögðu honum gjaforðið Ingibjargar. 



Sauðamaður fór heim og segir þeim feðgum. 



Þorgeir vildi drepa boðsmennina og kvað firn í að þeir voru leyndir svikum slíkum en Ólafur bað eigi óverða gjalda og bað hann heldur gjalda Þóri. 



En er þeir sáu að Þórir reið út um teig fyrir vestan fjörð þá báru þeir eigi áræði til að ríða eftir þeim.



Fór Þórir nú heim með konu sína og tókust þar ástir góðar. 



Þau áttu son er Guðmundur hét og var hann allbráðger. 



Hann fæddist upp með Eyjólfi í Múla og gaf hann honum stóðhross hálf við Grím son sinn. 



Það var litföróttur hestur með ljósum hrossum.



Grímur Eyjólfsson var mikill og eldsætur og þótti vera nær afglapi. 



En er hann reis úr fleti var hann í hvítum vararvoðarstakki og hafði hvítar brækur og vafið að neðan spjörum. 



Því var hann Vafspjara-Grímur kallaður. 



Engi maður vissi afl hans. 



Hann var mjög ósýnilegur.