Meykóngur tók nú einn náttúrustein og brá yfir skipið og höfuð þeim öllum er innan borðs voru. Sá jarl þau aldri síðan, en þau meykóngur og Hléskjöldur halda fram ferðinni, léttandi ei fyrr en þau koma heim á Pul. 

Gengur frú Egidía móti þeim með miklum prís og fagnaði. Situr nú meykóngur þar um hríð. Síðan lætur hún búa sína ferð og skipastól heim til Frakklands, beiðandi frú Egidía að Hléskjöldur hennar son fylgdi henni að styrkja hennar ríki fyrir áhlaupum hermanna. Hennar fóstur-móður veitir henni þetta sæmilega, sem allt annat það er hún beiði, út leiðandi hana með fögrum fégjöfum og ágætum dýrgripum í gulli og gimsteinum og dýrum vefjum. Skilst þessi hoflýður með miklum kærleik. Siglir meykóngur í sitt ríki með miklum heiður og veraldlegri mekt. Verður allur lands-lýður henni feginn stýrandi sínu ríki með friði og náðum. 

II 

Hugon er kóngur nefndur; hann réð fyrir Miklagarði. Hann átti drottning og tvö börn. Son hans hét Ingi; hann var allra manna sæmilegastur og best að íþróttum búinn. Hann lá í hernaði hvert sumar og aflaði sér svo fjár og frægðar; drap ránsmenn og víkinga, en lét friðmenn fara í náðum. Listalín hét dóttir hans; hún var fríð sýnum og vinsæl, og hlaðin kvenlegum listum. 

Soldán hét kóngur; hann réð fyrir Serklandi. Hann átti þrjá sonu: hét einn Logi, annar Vélogi, þriðjungur Heiðarlogi—hann var þeirra elstur. Hann hafði svart hár og skegg. Hann var hökulangur og vangasvangur, skakktentur og skjöpulmyntur, og út-skeifur. Annað auga hans horfði á bast en annað á kvist. Hann var hermaður allmikill, og fullur upp af göldrum og gerningum og rammur að afli, og fékk sigur í hverri orrostu. Bræður hans, Logi og Vélogi, voru vænir og gildir menn og herjuðu öllum sumrum. 

Blebarnius er kóngur nefndur; hann réð fyrir Indíalandi hinu mikla. Hann átti son er Li- forinus hét; hann var væn að áliti, ljós og rjóður í andliti snareygður sem valur, hrokkinnhærður og fagurt hárið, herðabreiður en keikur á bringuna, kurteis, sterkur og stórmannlegur. 


================ And the above passage divided by sentences ================


Meykóngur tók nú einn náttúrustein og brá yfir skipið og höfuð þeim öllum er innan borðs voru. 



Sá jarl þau aldri síðan, en þau meykóngur og Hléskjöldur halda fram ferðinni, léttandi ei fyrr en þau koma heim á Pul. 




Gengur frú Egidía móti þeim með miklum prís og fagnaði. 



Situr nú meykóngur þar um hríð. 



Síðan lætur hún búa sína ferð og skipastól heim til Frakklands, beiðandi frú Egidía að Hléskjöldur hennar son fylgdi henni að styrkja hennar ríki fyrir áhlaupum hermanna. 



Hennar fóstur-móður veitir henni þetta sæmilega, sem allt annat það er hún beiði, út leiðandi hana með fögrum fégjöfum og ágætum dýrgripum í gulli og gimsteinum og dýrum vefjum. 



Skilst þessi hoflýður með miklum kærleik. 



Siglir meykóngur í sitt ríki með miklum heiður og veraldlegri mekt. 



Verður allur lands-lýður henni feginn stýrandi sínu ríki með friði og náðum. 




II 

Hugon er kóngur nefndur; hann réð fyrir Miklagarði. 



Hann átti drottning og tvö börn. 



Son hans hét Ingi; hann var allra manna sæmilegastur og best að íþróttum búinn. 



Hann lá í hernaði hvert sumar og aflaði sér svo fjár og frægðar; drap ránsmenn og víkinga, en lét friðmenn fara í náðum. 



Listalín hét dóttir hans; hún var fríð sýnum og vinsæl, og hlaðin kvenlegum listum. 




Soldán hét kóngur; hann réð fyrir Serklandi. 



Hann átti þrjá sonu: hét einn Logi, annar Vélogi, þriðjungur Heiðarlogi—hann var þeirra elstur. 



Hann hafði svart hár og skegg. 



Hann var hökulangur og vangasvangur, skakktentur og skjöpulmyntur, og út-skeifur. 



Annað auga hans horfði á bast en annað á kvist. 



Hann var hermaður allmikill, og fullur upp af göldrum og gerningum og rammur að afli, og fékk sigur í hverri orrostu. 



Bræður hans, Logi og Vélogi, voru vænir og gildir menn og herjuðu öllum sumrum. 




Blebarnius er kóngur nefndur; hann réð fyrir Indíalandi hinu mikla. 



Hann átti son er Li- forinus hét; hann var væn að áliti, ljós og rjóður í andliti snareygður sem valur, hrokkinnhærður og fagurt hárið, herðabreiður en keikur á bringuna, kurteis, sterkur og stórmannlegur.