En er þeir sáu Þóri hlaupa ofan á fjöruna hlupu þeir allir úr skipinu til móts við hann og gerðu þeir þá allharða hríð. Þau Kerling og Styrkár sóttu bæði að Þóri en Þorgils í öðrum stað. Þá komu að förunautar Þóris og urðu þá Djúpfirðingar ofurliði bornir. Þeir sóttust fast, Þorsteinn og Þrándur, og varð hvortveggi mjög sár. Þorgils varðist alldrengilega en féll þó fyrir þeim Gunnari og Grími. Þar féll og Styrkár og sjö menn aðrir af Þrándi. Sex menn féllu af Þóri. En sumir flýðu Ísfirðingar hver þeirra er undan komst. Þórir elti Kerlingu upp með firðinum til þess er fyrir þeim varð gil mikið. Steyptist Kerling ofan í einn mikinn foss en Þórir kastar eftir henni hellusteini miklum og kom á milli fóta henni og þar lést hún. Heitir þar síðan Kerlingargil og Kerlingareyr og þar hefir jafnan síðan reimt þótt.
Þeir Guðmundur félagar urðu sárir nokkuð og fóru þeir utan um sumarið sem ætlað var og er mikil saga af þeim í Noregi frá viðskiptum þeirra Ölvis hnúfu. Þeir Þrándur og Þorsteinn urðu báðir græddir að heilu og sættust þeir Þórir og Þrándur um þau málaferli er þar höfðu gerst þeirra í milli.
Þórir bjó á Þórisstöðum langa ævi og átti annað bú í Hlíð. Hann gerðist illur og ódæll viðskiptis æ því meir er hann eltist meir.
Það var sagt eitthvert sumar að Guðmundur son hans hafði fallið í bardaga en það hafði þó logið verið. Þóri brá svo við þessi tíðindi er hann frétti að hann hvarf á brott frá búi sínu og vissi engi maður hvað af honum væri orðið eða hann kom niður en það hafa menn fyrir satt að hann hafi að dreka orðið og hafi lagist á gullkistur sínar.
================ And the above passage divided by sentences ================
En er þeir sáu Þóri hlaupa ofan á fjöruna hlupu þeir allir úr skipinu til móts við hann og gerðu þeir þá allharða hríð.
Þau Kerling og Styrkár sóttu bæði að Þóri en Þorgils í öðrum stað.
Þá komu að förunautar Þóris og urðu þá Djúpfirðingar ofurliði bornir.
Þeir sóttust fast, Þorsteinn og Þrándur, og varð hvortveggi mjög sár.
Þorgils varðist alldrengilega en féll þó fyrir þeim Gunnari og Grími.
Þar féll og Styrkár og sjö menn aðrir af Þrándi.
Sex menn féllu af Þóri.
En sumir flýðu Ísfirðingar hver þeirra er undan komst.
Þórir elti Kerlingu upp með firðinum til þess er fyrir þeim varð gil mikið.
Steyptist Kerling ofan í einn mikinn foss en Þórir kastar eftir henni hellusteini miklum og kom á milli fóta henni og þar lést hún.
Heitir þar síðan Kerlingargil og Kerlingareyr og þar hefir jafnan síðan reimt þótt.
Þeir Guðmundur félagar urðu sárir nokkuð og fóru þeir utan um sumarið sem ætlað var og er mikil saga af þeim í Noregi frá viðskiptum þeirra Ölvis hnúfu.
Þeir Þrándur og Þorsteinn urðu báðir græddir að heilu og sættust þeir Þórir og Þrándur um þau málaferli er þar höfðu gerst þeirra í milli.
Þórir bjó á Þórisstöðum langa ævi og átti annað bú í Hlíð.
Hann gerðist illur og ódæll viðskiptis æ því meir er hann eltist meir.
Það var sagt eitthvert sumar að Guðmundur son hans hafði fallið í bardaga en það hafði þó logið verið.
Þóri brá svo við þessi tíðindi er hann frétti að hann hvarf á brott frá búi sínu og vissi engi maður hvað af honum væri orðið eða hann kom niður en það hafa menn fyrir satt að hann hafi að dreka orðið og hafi lagist á gullkistur sínar.