Það var eitt haust að Steinólfur fór sunnan yfir fjörð. Þeir voru tíu á skipi og ætla þegar aftur. En er þeir voru vestur komnir hljóp á útsynningur með stormi og máttu þeir eigi þann dag aftur fara. En þegar Heimlaug völva vissi það sendi hún mann til Þóris og bað hann skjótt við bregða ef hann vildi Steinólf finna en hún kvaðst mundu ráða að veðrið félli eigi.


Þórir reið þegar heiman og vill ekki mönnum safna því að hann hugði að þá mundu njósnir koma Steinólfi ef nokkur dvöl yrði á. Þeir fóru heiman með honum Guðmundur son hans og Vöflu-Gunnar, Kinnarsynir tveir. Þuríður móðir þeirra segir að meir var ferð sjá ger með ráði Heimlaugar en sínu, að fara við svo fá menn í hendur Steinólfi. Þórir kvað nú eigi að síður fara skulu. Þeir fóru heiman átta og Vafspjara-Grímur úr Múla og maður með honum. En er þeir komu suður yfir Þorskafjörð sendi Þórir orð Óttari fóstbróður sínum í Mársdal. Hann kom til hans við annan mann. Þeir riðu tólf inn til Steinólfsdals.


En þeir Steinólfur höfðu farið tíu til að festa hey upp í dali en aðrir tíu voru heima. Heyið stóð víða um dalinn og voru þeir mjög dreift um dalinn. En er þeir Þórir sáu hvað þeir höfðust að skildust þeir í reiðinni til að henda þá. Voru þá hleypingar miklar. Steinólfur kallar á sína menn og bað þá heim halda til bæjar og láta húsin gæta sín og er þeir komu heim að túngarði verða þeir tólf. Kvaðst Steinólfur þá eigi lengra renna vilja. Höfðu þá látist fimm menn Steinólfs. Þeir komu fyrst eftir Kinnarsynir, Gunnar og þrír menn aðrir. Þórhallur hjó þegar til Steinólfs og kom á fótinn. Var það mikið sár. En Steinólfur lagði til hans og kom á hann miðjan. Þórhallur gekk á lagið upp að höndum honum og hjó enn til hans og veitti honum mikið sár. Í því kom Þórir að og voru þá fallnir þrír menn af þeim Þórhalli. Þórir barðist þá djarflega.


================ And the above passage divided by sentences ================


Það var eitt haust að Steinólfur fór sunnan yfir fjörð. 



Þeir voru tíu á skipi og ætla þegar aftur. 



En er þeir voru vestur komnir hljóp á útsynningur með stormi og máttu þeir eigi þann dag aftur fara. 



En þegar Heimlaug völva vissi það sendi hún mann til Þóris og bað hann skjótt við bregða ef hann vildi Steinólf finna en hún kvaðst mundu ráða að veðrið félli eigi.



Þórir reið þegar heiman og vill ekki mönnum safna því að hann hugði að þá mundu njósnir koma Steinólfi ef nokkur dvöl yrði á. 



Þeir fóru heiman með honum Guðmundur son hans og Vöflu-Gunnar, Kinnarsynir tveir. 



Þuríður móðir þeirra segir að meir var ferð sjá ger með ráði Heimlaugar en sínu, að fara við svo fá menn í hendur Steinólfi. 



Þórir kvað nú eigi að síður fara skulu. 



Þeir fóru heiman átta og Vafspjara-Grímur úr Múla og maður með honum. 



En er þeir komu suður yfir Þorskafjörð sendi Þórir orð Óttari fóstbróður sínum í Mársdal. 



Hann kom til hans við annan mann. 



Þeir riðu tólf inn til Steinólfsdals.



En þeir Steinólfur höfðu farið tíu til að festa hey upp í dali en aðrir tíu voru heima. 



Heyið stóð víða um dalinn og voru þeir mjög dreift um dalinn. 



En er þeir Þórir sáu hvað þeir höfðust að skildust þeir í reiðinni til að henda þá. 



Voru þá hleypingar miklar. 



Steinólfur kallar á sína menn og bað þá heim halda til bæjar og láta húsin gæta sín og er þeir komu heim að túngarði verða þeir tólf. 



Kvaðst Steinólfur þá eigi lengra renna vilja. 



Höfðu þá látist fimm menn Steinólfs. 



Þeir komu fyrst eftir Kinnarsynir, Gunnar og þrír menn aðrir. 



Þórhallur hjó þegar til Steinólfs og kom á fótinn. 



Var það mikið sár. 



En Steinólfur lagði til hans og kom á hann miðjan. 



Þórhallur gekk á lagið upp að höndum honum og hjó enn til hans og veitti honum mikið sár. 



Í því kom Þórir að og voru þá fallnir þrír menn af þeim Þórhalli. 



Þórir barðist þá djarflega.