Eftir það leitar Hallsteinn um sættir með þeim Styrkári og Þóri. Varð það að sætt að víg þeirra Helga skyldu á standast heimsókn og fjörráð við Þóri. Síðan var saman jafnað mannalátum öðrum og bættur skakki. Hallur var ekki í þessi sætt og fer hann suður yfir fjörð. Er hann í Fagradal með Steinólfi um hríð.
Þeir bera nú saman ráð sín og gaf Hallur það ráð til að þeir sætu um líf Ketilbjarnar, kvað hann þá mest aðra hönd af Þóri ef honum yrði nokkuð, héldu nú njósnum um hvern tíma Ketilbjörn væri heima í Tungu. En það var háttur Ketilbjarnar þá er hann var heima að hann hélt njósnum ofan til Bæjar. Með honum var Ásmundur Naðursson og Vöflu-Gunnar.
18. kafli
En um haustið litlu fyrir veturnætur fengu þeir Steinólfur og Hallur njósn af því að Ketilbjörn var heima. Þeir gengu þá á skip fimmtán saman, Steinólfur og Hallur, Loðinn og Galti, fylgdarmenn þeirra. Þeir róa vestur yfir fjörð og lentu í Laxárós. Þar kom til móts við þá Grímur af Völlum og Hergils son hans. Þeir voru tíu saman. Þeir fóru upp til Tungu um nóttina og varð engi maður fyrr var við en þeir höfðu tekið bæinn á þeim. Þar var fyrir Ketilbjörn og Ásmundur Naðursson og þrír menn aðrir.
Gunnar hafði riðið áður um daginn vestur á Þórisstaði og er hann var þar kominn spyr Þórir hvaðan hann væri að kominn.
"Frá Ketilbirni," segir hann.
"Ekki ertu auðnumaður," segir Þórir, "því að svo dreymdi mig í nótt að hann mundi þurfa manna við."
Gunnar segir: "Það þykir mér undarlegt er þú situr heima, kappi slíkur sem þú þykist vera, en hinn kærasti vin þinn eigi í hlut og þurfi manna við."
Þórir segir: "Hafa skal góð ráð þó að úr refsbelg komi."
Bað hann þá taka Kinnskæ hinn unga. Riðu þeir þaðan sex saman um nóttina, Þórir og Guðmundur og Kinnarsynir tveir og Vöflu-Gunnar. En úr Múla fór Grímur og þrír menn aðrir. Þeir riðu nú tíu um nóttina suður yfir Þorskafjörð.
================ And the above passage divided by sentences ================
Eftir það leitar Hallsteinn um sættir með þeim Styrkári og Þóri.
Varð það að sætt að víg þeirra Helga skyldu á standast heimsókn og fjörráð við Þóri.
Síðan var saman jafnað mannalátum öðrum og bættur skakki.
Hallur var ekki í þessi sætt og fer hann suður yfir fjörð.
Er hann í Fagradal með Steinólfi um hríð.
Þeir bera nú saman ráð sín og gaf Hallur það ráð til að þeir sætu um líf Ketilbjarnar, kvað hann þá mest aðra hönd af Þóri ef honum yrði nokkuð, héldu nú njósnum um hvern tíma Ketilbjörn væri heima í Tungu.
En það var háttur Ketilbjarnar þá er hann var heima að hann hélt njósnum ofan til Bæjar.
Með honum var Ásmundur Naðursson og Vöflu-Gunnar.
18. kafli
En um haustið litlu fyrir veturnætur fengu þeir Steinólfur og Hallur njósn af því að Ketilbjörn var heima.
Þeir gengu þá á skip fimmtán saman, Steinólfur og Hallur, Loðinn og Galti, fylgdarmenn þeirra.
Þeir róa vestur yfir fjörð og lentu í Laxárós.
Þar kom til móts við þá Grímur af Völlum og Hergils son hans.
Þeir voru tíu saman.
Þeir fóru upp til Tungu um nóttina og varð engi maður fyrr var við en þeir höfðu tekið bæinn á þeim.
Þar var fyrir Ketilbjörn og Ásmundur Naðursson og þrír menn aðrir.
Gunnar hafði riðið áður um daginn vestur á Þórisstaði og er hann var þar kominn spyr Þórir hvaðan hann væri að kominn.
"Frá Ketilbirni," segir hann.
"Ekki ertu auðnumaður," segir Þórir, "því að svo dreymdi mig í nótt að hann mundi þurfa manna við."
Gunnar segir: "Það þykir mér undarlegt er þú situr heima, kappi slíkur sem þú þykist vera, en hinn kærasti vin þinn eigi í hlut og þurfi manna við."
Þórir segir: "Hafa skal góð ráð þó að úr refsbelg komi."
Bað hann þá taka Kinnskæ hinn unga.
Riðu þeir þaðan sex saman um nóttina, Þórir og Guðmundur og Kinnarsynir tveir og Vöflu-Gunnar.
En úr Múla fór Grímur og þrír menn aðrir.
Þeir riðu nú tíu um nóttina suður yfir Þorskafjörð.