Eftir það leitar Hallsteinn um sættir með þeim Styrkári og Þóri. 

After that Hallstein tries to effect peacemaking between Styrkar and Thorir.


Varð það að sætt að víg þeirra Helga skyldu á standast heimsókn og fjörráð við Þóri. 

The settlement came to pass that Helgi's and the others' slaying should correspond to (i.e., be balanced by) the attack on his house and life-seeking by Thorir.


Síðan var saman jafnað mannalátum öðrum og bættur skakki. 

Next it was equally equated the one the loss of men and compensates a disproportion.


Hallur var ekki í þessi sætt og fer hann suður yfir fjörð. 

Hallr was not in this settlement, and he goes south over a fiord.


Er hann í Fagradal með Steinólfi um hríð.

He stays in Fagradale with Steinolfr a while.


Þeir bera nú saman ráð sín og gaf Hallur það ráð til að þeir sætu um líf Ketilbjarnar, kvað hann þá mest aðra hönd af Þóri ef honum yrði nokkuð, héldu nú njósnum um hvern tíma Ketilbjörn væri heima í Tungu. 

They now consult together, and Hallr gave that advice that they seek Ketilbjorn's life, he told them most (of) Thorir's other hands if it happened to him (???), they kept watch concerning when Ketilbjorn would be at home in Tungu.    (Z. bera 8: bera saman ráð sín = to consult together)


En það var háttur Ketilbjarnar þá er hann var heima að hann hélt njósnum ofan til Bæjar. 

But it was Ketilbjorn's habit when he was at home that he kept watch down to the Farm.


Með honum var Ásmundur Naðursson og Vöflu-Gunnar.

Asmundr Nadurson and Voflu-Gunnar stayed with him.



18. kafli


En um haustið litlu fyrir veturnætur fengu þeir Steinólfur og Hallur njósn af því að Ketilbjörn var heima. 

And during the fall, a little before the winter nights, Steinolfr and Hallr got news of that that Ketilbjorn was at home.


Þeir gengu þá á skip fimmtán saman, Steinólfur og Hallur, Loðinn og Galti, fylgdarmenn þeirra. 

They then went to a ship, fifteen altogether, Steinolfr and Hallr, Lodinn and Galti, (and) their followers.


Þeir róa vestur yfir fjörð og lentu í Laxárós. 

They rowed west over a fiord and landed in Laxaros.


Þar kom til móts við þá Grímur af Völlum og Hergils son hans. 

Grimr of Vollum and Hergils his son came to meet with them there.


Þeir voru tíu saman. 

They were 10 altogether.


Þeir fóru upp til Tungu um nóttina og varð engi maður fyrr var við en þeir höfðu tekið bæinn á þeim. 

They travelled up to Tungu during the night, and there was no man was rather against when they had taken the farm to them.  (?)


Þar var fyrir Ketilbjörn og Ásmundur Naðursson og þrír menn aðrir.

There was Ketilbjorn in front and Asmundr Nadurson and three other men.


Gunnar hafði riðið áður um daginn vestur á Þórisstaði og er hann var þar kominn spyr Þórir hvaðan hann væri að kominn.

Gunnar had previously ridden during the day west to Thorir's-stead, and when he had arrived asks Thorir from where he had come.


"Frá Ketilbirni," segir hann.

"Away from (?) Ketilbjorn," he says.


"Ekki ertu auðnumaður," segir Þórir, "því að svo dreymdi mig í nótt að hann mundi þurfa manna við."

"You are no lucky man," says Thorir, "because I had so dreamed (more literally, a dream came to me) tonight that he would stand in need of men."


Gunnar segir: "Það þykir mér undarlegt er þú situr heima, kappi slíkur sem þú þykist vera, en hinn kærasti vin þinn eigi í hlut og þurfi manna við."

Gunnar says: "It seems to me wonderful when you sit at home, such zeal as you think to be, and the dearest friend not in condition and standing in the need of men."  (??)


Þórir segir: "Hafa skal góð ráð þó að úr refsbelg komi."

Thorir says: "Take good advice, even if coming from from an old fox-skin."    (CV belgr II translates this proverb)


Bað hann þá taka Kinnskæ hinn unga. 

He then asks him to take Kinnskae the young.


Riðu þeir þaðan sex saman um nóttina, Þórir og Guðmundur og Kinnarsynir tveir og Vöflu-Gunnar. 

They ride, six altogether, during the night, Thorir and Gudmundr and the two sons of Kinnar, and Voflu-Gunnar. (Is one person unnamed? I count only 5.)


En úr Múla fór Grímur og þrír menn aðrir. 

And Grimr and three other men traveled from Mula.


Þeir riðu nú tíu um nóttina suður yfir Þorskafjörð.

The ten now ride south during the night beyond Thorskafiord.