En hér er svo mönnum varið að vér þurfum meir umbótamenn en þá að auki vor vandræði."


Grímur kveðst við Gunnar aldrei skyldu skilja "því að hann varð til þess að reka skömm af oss og var það þó eigi minni þín skylda en hans eða mín."


Þá mælti Þórir við Guðmund son sinn að hann skyldi fara í Múla eftir fé og mönnum. Er þá rekið allt fé Eyjólfs á Þórisstaði. Gunnar rak og þangað fjóra tigu geldinga er Helgi átti. En Þórir vill eigi að síður reka hann á brott en Grímur vill Gunnari fylgja en Guðmundur Grími. Sá Þórir þá hvar komið var og bað þá alla þar vera en kvað sér þungt hug um segja hversu að til tækist er bæði var von ófriðarins vestan og sunnan.


Það var nokkuru síðar er synir Helga eggjuðu hann til hefnda, Frakki og Bljúgur. Þeir bjuggu í Frakkadal í Kollafirði. Kálfur og Styr voru fylgdarmenn þeirra. Þeir voru allir á laun á Hjöllum og sátu um Þóri. Þeir urðu þess varir að Þórir fór að skera mön á hrossum sínum og Guðmundur son hans með honum. Þeir Frakki og Bljúgur fóru til móts við þá og kom Bljúgur fyrst að. Hann lagði þegar til Þóris sem hann var að manskurðinum og hafði hengt skjöldinn á hlið sér. Lagið kom í skjöldinn og renndi af út og kom á nára hestinum og þar á hol. Féll hann þegar dauður niður. En Þórir snerist við fast og laust Bljúg með skærahúsanum og kom í ennið en hann féll á bak aftur og varð hola fyrir húsanum. Bað hann þá Guðmund gæta hans. Þórir tók þá sverð sitt og hljóp á mýrina og vó þar Frakka. Hét þar síðan Frakkamýr. Guðmundur vó Bljúg í lækinum er síðan heitir Bljúgslækur. Þeir Kálfur og Styr tóku undan. Þórir gat náð Styr á brekku uppi og drap hann. Þar heitir nú Styrsbrekka. En Guðmundur elti Kálf ofan í Kálfárgljúfur og dó hann þar.


================ And the above passage divided by sentences ================


En hér er svo mönnum varið að vér þurfum meir umbótamenn en þá að auki vor vandræði."



Grímur kveðst við Gunnar aldrei skyldu skilja "því að hann varð til þess að reka skömm af oss og var það þó eigi minni þín skylda en hans eða mín."



Þá mælti Þórir við Guðmund son sinn að hann skyldi fara í Múla eftir fé og mönnum. 



Er þá rekið allt fé Eyjólfs á Þórisstaði. 



Gunnar rak og þangað fjóra tigu geldinga er Helgi átti. 



En Þórir vill eigi að síður reka hann á brott en Grímur vill Gunnari fylgja en Guðmundur Grími. 



Sá Þórir þá hvar komið var og bað þá alla þar vera en kvað sér þungt hug um segja hversu að til tækist er bæði var von ófriðarins vestan og sunnan.



Það var nokkuru síðar er synir Helga eggjuðu hann til hefnda, Frakki og Bljúgur. 



Þeir bjuggu í Frakkadal í Kollafirði. 



Kálfur og Styr voru fylgdarmenn þeirra. 



Þeir voru allir á laun á Hjöllum og sátu um Þóri. 



Þeir urðu þess varir að Þórir fór að skera mön á hrossum sínum og Guðmundur son hans með honum. 



Þeir Frakki og Bljúgur fóru til móts við þá og kom Bljúgur fyrst að. 



Hann lagði þegar til Þóris sem hann var að manskurðinum og hafði hengt skjöldinn á hlið sér. 



Lagið kom í skjöldinn og renndi af út og kom á nára hestinum og þar á hol. 



Féll hann þegar dauður niður. 



En Þórir snerist við fast og laust Bljúg með skærahúsanum og kom í ennið en hann féll á bak aftur og varð hola fyrir húsanum. 



Bað hann þá Guðmund gæta hans. 



Þórir tók þá sverð sitt og hljóp á mýrina og vó þar Frakka. 



Hét þar síðan Frakkamýr. 



Guðmundur vó Bljúg í lækinum er síðan heitir Bljúgslækur. 



Þeir Kálfur og Styr tóku undan. 



Þórir gat náð Styr á brekku uppi og drap hann. 



Þar heitir nú Styrsbrekka. 



En Guðmundur elti Kálf ofan í Kálfárgljúfur og dó hann þar.