Hann tók land fyrir sunnan fjörðinn, nær miðjum, og lagði skipið á vog þann er þeir kölluðu Hofsvog síðan.
He reached land south of the fiord, near (the) middle (is "miðjum" plural?), at that cove which they called Hof's cove since.

Eftir það könnuðu þeir landið og fundu á nesi framanverðu er var fyrir norðan voginn að Þór var á land kominn með súlurnar.
Next they explored the land and came across a foremost ness which was north of the cove that Thor had landed with the pillars.

Það var síðan kallað Þórsnes.
That was hereafter called Thor's ness.

Eftir það fór Þórólfur eldi um landnám sitt, utan frá Stafá og inn til þeirrar ár er hann kallaði Þórsá, og byggði þar skipverjum sínum.
Then Thorolfr went to clear up concerning his taking of the land, out from Stafa and in to the rive which he called Thor's river, and his crew settled there.

Hann setti bæ mikinn við Hofsvog er hann kallaði á Hofsstöðum.
He established a large farm by Hof's cove which he called Hof's place.

Þar lét hann reisa hof og var það mikið hús.
He had a temple raised there and that was a large house.

Voru dyr á hliðvegginum og nær öðrum endanum.
(There) were doors on the side walls and near both ends.

Þar fyrir innan stóðu öndvegissúlurnar og voru þar í naglar.
There, inside, stood the pillars and (there) were nails in there.

Þeir hétu reginnaglar.
They were called god-nails.

Þar var allt friðarstaður fyrir innan.
There was all sanctuary inside.

Innar af hofinu var hús í þá líking sem nú er sönghús í kirkjum og stóð þar stalli á miðju gólfinu sem altari og lá þar á hringur einn mótlaus, tvítugeyringur, og skyldi þar að sverja eiða alla.
Further in the temple was a house in the shape as now is a choir in churches and there stood a pedestal in the middle of the floor as an altar and there lay a ring only jointless, 20 ounces of silver, and all should swear oaths there.

Þann hring skyldi hofgoði hafa á hendi sér til allra mannfunda.
That ring (the) temple god should have in his hand for all meetings.

Á stallanum skyldi og standa hlautbolli og þar í hlautteinn sem stökkull væri og skyldi þar stökkva með úr bollanum blóði því er hlaut var kallað.
On the pedestal should also stand a sacrificial bowl and there in the blood as a sprinkler would be and should there sprinkle with blood out of a cup, that which was called "blood of sacrifice."

Það var þess konar blóð er sæfð voru þau kvikindi er goðunum var fórnað.
That was that kind of blood is killed, the living were which to the gods was in addition.

Umhverfis stallann var goðunum skipað í afhúsinu.
All around the pedestal was gods divided in the side apartments.

Til hofsins skyldu allir menn tolla gjalda og vera skyldir hofgoðanum til allra ferða sem nú eru þingmenn höfðingjum en goði skyldi hofi upp halda af sjálfs síns kostnaði, svo að eigi rénaði, og hafa inni blótveislur.
All men should pay tolls to the temple and should all travel to the chief god as now are the chieftans' thingmen but a heathen priest should hold up a temple by himself himself cost, so to not to subside, and have inside a sacrificial banquet. (similar to Z. ferð 1 - vera í ferð með e-m, to travel with one)

Þórólfur kallaði Þórsnes milli Vigrafjarðar og Hofsvogs.
Thorolfr called (the land) between Vigrafjardar and Hofsvogs, "Thorsness."

Í því nesi stendur eitt fjall.
In that ness stands a mountain.

Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott.
At that mountain Thorolfr had so great a belief in that no unwashed man should look there and no one should kill on the mountain, neither livestock nor people, unless (he) himself go away.

Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.
That mountain he called Helgafell and (it was) believed that he would go there when he died and all his relatives to the cape.