My wife pointed this out to me.
I think she had Llama Nom in mind :)

- - - - - - - - - - - - - - - - -
Frestur til að senda inn kvæði í kvæðakeppni Hins konunglega fjelags,
hérlendra samtaka áhugafólks um málefni kóngafólks, í tilefni af brúðkaupi
Karls Bretaprins og Camillu hefur verið framlengdur til hádegis á
laugardag, að því er segir í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi.

Í tilkynningunni segir:

„Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að yrkja konunglegt kvæði þá er
það nú, en á brúðkaupsdaginn, laugardaginn 9. apríl, mun stjórn Hins
konunglega fjelags tilkynna um sigurvegara í kvæðakeppni fjelagsins sem
haldin er af þessu tilefni. Vart þarf að taka fram að sigurvegarinn fær
veglegan verðlaunagrip sem mun sóma sér vel í stofu. Þegar hafa borist
allnokkur kvæði en lengi má gott bæta!“
- - - - - - - - - - - - - - - - -

Kveðja,
Haukur