Here is this week's passage for translation!
Einn dag veislunnar gengur meykóngur á dagþingan við sína fóstur-móður svo talandi: ‘Mér er sagt að fyrir eyju þeirri er Visio heitir ráði jarl sá er Virgilius heitir; hann er vitur og fjölkunnigur. Þessi ey liggur út undan Svíþjóð hinni köldu, út undir heimsskautið, þeirra landa er menn hafa spurn af. Í þessari eyju er vatn eitt stórt, en í vatninu er hólmi sá er Skóga-blómi heitir og svo er mér sagt að hvergi í heiminum megi finnast náttúrusteinar, epli, og læknis-grös fleiri en þar. Nú vil ég halda þangað einn skipa og son þinn Hléskjöldur með mér’.
Drottning Egidía talaði tormerki á ferðinni, og þótti háskaleg. Meykóngur varð þó að ráða, býst Hléskjöldur nú í ferð þeirra og sigla með heiður út af Pul fagurt byrleiði. Hef ég ei heyrt sagt frá þeirra ferð né farlengd fyrr en þau taka eyna Visio.
Einn dag, leggjandi skipið í einn leynivog, ganga síðan upp um eyna þar til er þau finna vatnið. Þau sjá einn bát fljótandi, taka hann og róa út í hólminn. Þar voru margar eikur með fagri fruckt og ágætum eplum. Sem þau fram koma í miðjan hólman sjá þau eitt steinker með fjórum hornum. Kerið var fullt af vatni; sinn steinn var í hverju horni kersins. Meykóngur leit í steinana; hún sá þá um allar hálfar veraldarinnar, þar með kónga og kónga sonu og hvað hver hafðist að, og allar þjóðir hvers lands og margar ýmislegar skepnur og óþjóðir. Drottning gladdist nú við þessa sýn, takandi kerið og alla þessa steina, epli, og læknis-grös, því að hún undirstóð af sinni visku hverja náttúru hver bar. Skundar nú sínum veg aftur til skips síns, siglandi burt af Visio hvað þau máttu.
Nú er að segja að jarlinn verður vís hverju hann er ræntur. Má þar sjá mart skip siglandi og róandi eftir þeim. Sjá nú hvorir aðra.
================ And the above passage divided by sentences ================
Einn dag veislunnar gengur meykóngur á dagþingan við sína fóstur-móður svo talandi: ‘Mér er sagt að fyrir eyju þeirri er Visio heitir ráði jarl sá er Virgilius heitir; hann er vitur og fjölkunnigur.
Þessi ey liggur út undan Svíþjóð hinni köldu, út undir heimsskautið, þeirra landa er menn hafa spurn af.
Í þessari eyju er vatn eitt stórt, en í vatninu er hólmi sá er Skóga-blómi heitir og svo er mér sagt að hvergi í heiminum megi finnast náttúrusteinar, epli, og læknis-grös fleiri en þar.
Nú vil ég halda þangað einn skipa og son þinn Hléskjöldur með mér’.
Drottning Egidía talaði tormerki á ferðinni, og þótti háskaleg.
Meykóngur varð þó að ráða, býst Hléskjöldur nú í ferð þeirra og sigla með heiður út af Pul fagurt byrleiði.
Hef ég ei heyrt sagt frá þeirra ferð né farlengd fyrr en þau taka eyna Visio.
Einn dag, leggjandi skipið í einn leynivog, ganga síðan upp um eyna þar til er þau finna vatnið.
Þau sjá einn bát fljótandi, taka hann og róa út í hólminn.
Þar voru margar eikur með fagri fruckt og ágætum eplum.
Sem þau fram koma í miðjan hólman sjá þau eitt steinker með fjórum hornum.
Kerið var fullt af vatni; sinn steinn var í hverju horni kersins.
Meykóngur leit í steinana; hún sá þá um allar hálfar veraldarinnar, þar með kónga og kónga sonu og hvað hver hafðist að, og allar þjóðir hvers lands og margar ýmislegar skepnur og óþjóðir.
Drottning gladdist nú við þessa sýn, takandi kerið og alla þessa steina, epli, og læknis-grös, því að hún undirstóð af sinni visku hverja náttúru hver bar.
Skundar nú sínum veg aftur til skips síns, siglandi burt af Visio hvað þau máttu.
Nú er að segja að jarlinn verður vís hverju hann er ræntur.
Má þar sjá mart skip siglandi og róandi eftir þeim.
Sjá nú hvorir aðra.