En þenna sama dag reið Atli son Úlfs hins skjálga norðan yfir heiði við tólfta mann. Hann varð var við fundinn og fór til og réð þegar til meðalgöngu og kvaðst þeim veita mundu er að hans orðum vildi gera og þar kom að hann fékk skilið þá því að hvorirtveggju voru mjög sárir. Þar létust fimm menn af Þóri en fimmtán af Steinólfi. Þar heitir Grásteinsdæld er þeir börðust upp frá Bæ.


Atli fylgir þeim Steinólfi heim í Bæ og voru bundin sár þeirra. Þeir Þórir riðu vestur heim og voru allir sárir og engi maður komst ósár af þeim fundi. Um daginn eftir fór Steinólfur heim suður til Fagradals og lá lengi í sárum um haustið og greri seint. En um veturinn sló í verk og rifnuðu aftur þá er gróin voru og dó hann af þeim sárum. Þórir hafði og mjög sár orðið og greru hans sár skjótt. En eftir þenna fund tók Þórir skapskipti. Gerðist hann þá mjög illur viðfangs.


Það haust hurfu kistur þær er hann hafði gera látið að Valshellisgulli og vissi engi síðan hvað af þeim var orðið.



20. kafli


Nú er frá því að segja að til hefnda eftir Steinólf var Þorsteinn son hans og þeir feðgar, Sleitu-Björn og Þjóðrekur dótturson Steinólfs. Atli Úlfsson leitaði um sætt með þeim og vildu Saurbæingar ekki sættast ef eigi færu þeir utan er mest höfðu gengið að vígum þeim. Þórir vildi ekki utan fara. Var Steinólfur bættur fé miklu. En Guðmundur og Vafspjara-Grímur, Vöflu-Gunnar og Óttar skyldu utan fara og vera brott lengi...



(Hér vantar eitt blað í handritið.)



... gátu eigi fylgt honum o... er hann sá bardagann hamaðist hann. En er hann kom ofan á fjöruna þá féll Steinn niður ... vörðust af skipinu.



================ And the above passage divided by sentences ================




En þenna sama dag reið Atli son Úlfs hins skjálga norðan yfir heiði við tólfta mann. 



Hann varð var við fundinn og fór til og réð þegar til meðalgöngu og kvaðst þeim veita mundu er að hans orðum vildi gera og þar kom að hann fékk skilið þá því að hvorirtveggju voru mjög sárir. 



Þar létust fimm menn af Þóri en fimmtán af Steinólfi. 


Þar heitir Grásteinsdæld er þeir börðust upp frá Bæ.



Atli fylgir þeim Steinólfi heim í Bæ og voru bundin sár þeirra. 



Þeir Þórir riðu vestur heim og voru allir sárir og engi maður komst ósár af þeim fundi. 



Um daginn eftir fór Steinólfur heim suður til Fagradals og lá lengi í sárum um haustið og greri seint. 



En um veturinn sló í verk og rifnuðu aftur þá er gróin voru og dó hann af þeim sárum. 



Þórir hafði og mjög sár orðið og greru hans sár skjótt. 



En eftir þenna fund tók Þórir skapskipti. 



Gerðist hann þá mjög illur viðfangs.



Það haust hurfu kistur þær er hann hafði gera látið að Valshellisgulli og vissi engi síðan hvað af þeim var orðið.




20. kafli


Nú er frá því að segja að til hefnda eftir Steinólf var Þorsteinn son hans og þeir feðgar, Sleitu-Björn og Þjóðrekur dótturson Steinólfs. 



Atli Úlfsson leitaði um sætt með þeim og vildu Saurbæingar ekki sættast ef eigi færu þeir utan er mest höfðu gengið að vígum þeim. 



Þórir vildi ekki utan fara. 



Var Steinólfur bættur fé miklu. 



En Guðmundur og Vafspjara-Grímur, Vöflu-Gunnar og Óttar skyldu utan fara og vera brott lengi...




(Hér vantar eitt blað í handritið.)



... gátu eigi fylgt honum o... er hann sá bardagann hamaðist hann. 



En er hann kom ofan á fjöruna þá féll Steinn niður ... vörðust af skipinu.