7. kafli
Meðan er Þórir var utan hafði andast Oddur faðir hans.
While Thorir was abroad, Oddr, his father, had died.
Var þá uppgangur Hof-Halls sem mestur svo að hann sat nær yfir hvers manns
hlut og virðing.
Then was the ascent of Hof-Hallr, so as greatest that he sat close over
every man's lot and reputation.
Hann deildi um hoftoll við Reyknesinga.
He apportioned regarding the temple toll with the people of Reykness.
Hann vildi og heimta toll fyrir vestan Þorskafjörð en Hallsteinn og þeir
Reyknesingar höfðu reist Þórshof vestur þar síðan tréð hið mikla hafði rekið
á land hans eftir sem blótaði og lögðu þeir þar tolla.
He wanted also to claim a toll to the west of Thorskafjord, but Hallstein
and the people of Reykness had raised Thor's temple west there after a great
log?? had been driven on his land after as worshipped and they set a toll
there.???
Voru af því dylgjur miklar með þeim Halli.
Due to that there was surpressed enmity between them, Hallr (and Hallstein
and co.)
Hallur hafði og í brott rekið móður Þóris, Valgerði, úr búi sínu en sett þar
niður Þorbjörn stokk, ísfirskan mann, mikinn kappa, og Askmann hinn þunga.
Hallr had also driven away Thorir's mother, Valgerd, out of her home, and
settled down there Thorbjorn stock, an Icefjord man, a great champion and
Askmam the
heavy.
Hann bjó á Askmannsstöðum út frá Skógum.
He lived at Askmann's steads out from Skogr.
Þórir hélt vestur fyrir Þorskafjörð skipi sínu og lenti við Grenitrésnes.
Thorir steered his ship west of Thorskafjord and landed at Grenitresness.
Þar fann hann Hallstein og aðra bændur og buðu þeir Þóri land inn frá Gröf
milli áa tveggja.
There he met Hallstein and other farmers and they offered Thorir land in
from Grof between two rivers.
Hallsteinn fékk honum búfé og Þuríði dóttur sína til forráða.
Hallstein gave him livestock and his daughter, Thurid, as manager.
Gekk Þórarinn son Hallsteins á skip með Þóri og voru þeir fimmtán á skipi en
Hallsteinn fór hið efra með búferli Þóris og voru margir saman.
Thorarinn, Hallstein's son went to the ship with Thorir and they were
fifteen on the ship and Hallstein went on the high road with Thorir's
chattels and (there) were many altogether.
Koma þeir Þórir fyrr og ryðja skipið þar er nú heitir Búlkárós.
They Thorir (and co.) come and unload the ship there which is now called
Bulkaros.
8. kafli
Nú er þar til að taka er Hyrningur Hallsson kom heim og segir alldrengilega
frá för þeirra Þóris.
Now is to take (up the story) there where Hyrning, Hall's son, came home and
speaks very gallantly of Thorir (and their) journey.
Hallur mælti: "Ólíkur ertu orðinn mér er þú vilt vera hlutræningur fyrir
Þóri eða þá er þú settist aftur við hellinn og fylgdir honum eigi og víst
eigi uni eg því að Þórir sitji einn yfir Valshellisgulli."
Hall said, "Different are you words? to me, when you want to be robbed of a
share for Thorir, or then when you held back at the cave and did not follow
him and I certainly don't love? (it) because Thorir alone takes possession
of Val's cave's gold.
Hyrningur kvað hann þess vel hafa aflað en Hallur kvaðst eigi hirða um
auvirðsskap hans og safnar að sér þrem tigum manna þá er hann sá för Þóris.
Hyrning said he had gained this well but Hallr said of himself not to hide
regarding his worthlessness and assembles to himself thirty men then when
he saw Thorir's journey.
Hann fer fyrir innan Þorskafjörð og fundust þeir við Búlkárós.
He goes inward of Thorskafjord and they met at Bulkaros.
Kallar Hallur þegar til gullsins við Þóri en hann synjar þverlega.
Hallr calls at once for the gold from Thorir, but he flatly refuses (him).
Hallur veitir þá snarpa atgöngu.
Hallr gives a hard attack then.
Hann hafði gullrekið spjót í hendi.
He had a gold inlaid spear in hand.
Hann hleypur í flokk Þóris og lagði hart fram en fyrir varð Þórarinn
Hallsteinsson og stóð spjótið í gegnum hann.
He leaps into Thorir's company and thrust hard forward, and Thorarinn
Hallsteinn's son was in front and the spear stood through him.