Þá gengu þeir Þórir á hólm við berserkina og höfðu sigur.
Then they, Þórir (and Ketilbjörn?) fought a duel (lit: went onto an islet) against the berserk-warriors and (they, Þórir and Ketilbjörn?) gained (the) victory.
Þá vildu félagar þeirra hefna og sló þá í bardaga og varð hin harðasta orusta en svo lauk að þeir drápu þá alla víkingana er í móti risu en eltu hina úr landi.
Then (the) comrades of them (ie the berserk-warriors, nominative) wanted to avenge (their defeat) and (it) came to a fight (slá í e-t, Z7) and (there) happened the fiercest (hardest) battle and (it) so concluded that they killed all those Vikings who rose against (them) but (and) chased the-others out-of (the) country.
Þrjá vetur var Þórir í Gautlandi.
Three winters was Þórir in Gautland.
Þá tók jarl banasótt.
Then (the) earl contracted (received) a mortal-illness.
Hann gaf Þóri kaupskip og bað hann fara til Íslands en Hauknef gaf hann dóttur sína og þar með ríkið og var hann þar eftir.
He gave Þórir a merchant-ship and bade him go to Iceland but (and) he gave (in marriage) his daughter to Hauknef (shouldn’t this be dative?) and there-with (ie with it) the (his) authority (earldom?) and he (ie Hauknef) was (stayed) there afterwards.
En Þórir fór til Noregs.
But (And) Þórir journeyed to Norway.
Hann sendi Rekkal til Englands með annað skip.
He sent Rekkall to England with another ship.
Þeir Þórir fóru til Íslands og komu út í Dögurðarnes.
They, Þórir (and co) journeyed to Iceland and came out (ie from abroad) into Dögurðarnes (‘Day-Meal’-Ness).
Þar kom Steinólfur hinn litli til skips og brá mjög við er hann sá Þóri.
There Steinólfr the Little came to (the) ship and marvelled at (it) (bregða við, Z7) greatly (was mightily impressed) when he saw Þórir.
Þar var og Kjallakur gamli og bað hann Steinólf mág sinn eiga gott við Þóri, kvað honum þungt falla mundu ef hann gerði ei svo "þar sem þínar fylgjur mega ei standast hans fylgjur," sagði Kjallakur.
Kjallakr (the) Old was there also and he bade Steinólfr his son-in-law to be on good-terms with Þórir (eiga got við e-n, Z10), declared (it) would fall heavily (ie turn out badly) for him if he did not (do) so “where your guardian-spirits (plural, fylgja, Z2)may not be-able to stand-up against his guardian-spirits,” said Kjallakr.
Steinólfur falar sverðið góða að Þóri en Þórir vill ei selja og bauð að gefa honum eins manns herneskju en Steinólfi þótti það líkt og ekki og lagðist lítt á með þeim.
Steinólfr demands-for-purchase the-good-sword from Þórir but Þórir wants not to sell (it) and offered (bjóða nit bíða!) to give him a certain man’s armour but (and) that seemed to Steinólfr like nothing (“bugger-all”, líkt og ekki, líkr, Z1) and (it) arose (leggjast á, Z15) poorly (lítt, Z2) with them (I´m suspect ‘they did not hit it off’, there was bad feeling between them?)
Þórir vill þá í brott því að honum þótti þeir ærið liðmargir.
Þórir wants then (to go) away because they (ie Steinólfr and co) seemed to him (as) having sufficiently (oerinn) many men (to withstand an attack?)
Þeir tóku sunnanveður og ætla til Þorskafjarðar.
They took (the) southerly-wind and intended (to go) to Þorskafjörðr (Cod-fjord)
Þá gekk veðrið til landsuðurs og austurs og bar þá vestur undir Flatey.
Then the-wind (nominative) went (ie shifted) to (the) south-east and (the) east and bore them west underneath Flatey.
Þar bjó Hallgríma dóttir Gils skeiðarnefs.
There lived Hallgríma daughter of Gils skeiðarnef (possibly warship-nose or weaver´s-reed-nose?).
Hennar synir voru þeir Hergils er síðan bjó í Hergilsey og Oddi.
Her sons were those: Hergils who afterwards lived in Hergilsey (Hergils’s-Island) and Oddi.
Þá sá Þórir Ingibjörgu dóttur Gils skeiðarnefs og fannst honum mikið um hana þá stund er þeir dvöldust í Flatey.
Then Þórir saw Ingibjörg, daughter of Gils skeiðarnefr and (it) pleased him greatly concerning her (ie he was much taken by her) that time when they stayed in Flatey.
Þeir héldu þaðan til Knarrarness.
They held (course) from there to Knarrarnes (Merchant-ship’s-Ness)
Það er á framanverðu Reykjanesi og þá fékk það nafn.
That is on-the-front-of (at the tip of?) Reykjanes (Ness of Steam/smoke) and then (ie at that time) got that name.
Þá bjó Breiður í Gröf.
Then Breiðr lived in Gröf (Ditch, Grave)
Þar heitir nú á Breiðabólstað.
There now (it) is-called at Breiðabólstaðr (Breiðr’s-farm)
Þar gengu félagar Þóris af skipinu, þeir er fyrir sunnan Þorskafjörð áttu heimili, nema Ketilbjörn og Þórhallur.
There (the) comrades of Þórir went from the-ship, those who had (their) homes south of Þorskafjörðr, except Ketilbjörn and Þórhallr.
Þeir vildu eigi við Þóri skiljast.
They did not want to part from Þórir