Snorri svarar: "Svo hefir þú fangsæll orðið á fundi vorum að þú munt grið hafa að sinni hversu sem áður var ætlað.
Snorri answers: "So you have become lucky to find us that you would have peace to him how as previous(ly) was intended.
En þess vil eg biðja þig að þú heft þig að héðan af að glepja Þuríði systur mína því að eigi mun um heilt gróa með okkur ef þú heldur þar um teknum hætti."
But I want to ask you for this, that you hinder yourself from here from beguiling Thurdi, my sister, because (it) will not be reconciled between us if you go there in your usual way. (Z. gróa 3) (CV HÁTTR I)
Björn svarar: "Því einu vil eg heita þér er eg efni en eg veit eigi hversu eg fæ það efnt," segir hann, "ef við Þuríður erum sams héraðs."
Bjorn answers: "That alone I want promise you when I prepare and I don't know how I would get that fulfilmen of a promise," he says, "if we, Thuridur (and I), are (in the) same district."
Snorri svarar: "Þig heldur hér eigi svo mart að þú megir eigi vel bægja hér héraðsvist."
Snorri answers: "(It) doesn't hold your here so much that you can not well make one give way here aviding in a certain district."
Björn svarar: "Satt er það er nú segir þú.
Bjorn answer: "It is true what you now say.
Skal og svo vera, er þú ert sjálfur kominn á minn fund og þann veg sem fundur vor er orðinn, að eg mun því heita þér að þið Þóroddur skuluð eigi hafa skapraun af fundum okkrum Þuríðar hina næstu vetur."
It shall also so be, if you were yourself come to meet me and that way as a our meeting has happened, that I will call on you to you, Thoroddr should not have an annoyance at our meeting Thurid the next winter."
"Þá gerir þú vel," segir Snorri.
"Then you do well," says Snorri.
Eftir þetta skildu þeir.
After this they part.
Reið Snorri goði til skips og síðan heim til Helgafells.
Chieftain Snorri rode to a ship and then home to Helgafell.
Annan dag eftir reið Björn suður í Hraunhöfn til skips og tók sér þar þegar far um sumarið og urðu heldur síðbúnir.
The next day, Bjorn rides south to Hraunhofn to a ship and begins at once a voyage during the sumer and was rather late-bound for sailing.
Þeir tóku út landnyrðing og viðraði það löngum um sumarið en til skips þess spurðist eigi síðan langan tíma.
They got (on the trip) out a northeast wind it blew long during the summer and of (the) ship it was not heard of for a long time.
48. kafli
Eftir sætt Eyrbyggja og Álftfirðinga fóru Þorbrandssynir til Grænlands, Snorri og Þorleifur kimbi, við hann er kenndur Kimbavogur á Grænlandi í millum jökla, og bjó Þorleifur á Grænlandi til elli.
After (the) settlement of the Erybyggas and Alffirth, the sons of Thorbrand went to Greenland, Snorri and Tholeifr Kimbi, with him is known Kimbavogr in Greenland in between glaciers, and Thorleifr lived in Greenland until (his) old age.
En Snorri fór til Vínlands hins góða með Karlsefni.
But Snorri went to Vineland the good with Karlsefni.
Er þeir börðust við Skrælingja þar á Vínlandi þá féll þar Snorri Þorbrandsson, hinn röskvasti maður.
When they fought against the Skraelings there in Vineland, then Snorri Thorbrandson, the bravest man, fell dead,
Þóroddur Þorbrandsson bjó eftir í Álftafirði.
Thoroddr Thorbrandson lived later in Alftafirth.
Hann átti Ragnhildi Þórðardóttur Þorgilssonar arnar en Þorgils örn var sonur Hallsteins goða af Hallsteinsnesi er þrælana átti.
He married Ragnhilda, daughter of Thordr, Thorgil "Eagle's" son, and Thorgil "Eagle" was a son of Chieftain Hallstein from Hallsteinness who owned thralls.
49. kafli
Það er nú næst sagt að Gissur hvíti og Hjalti mágur hans komu út með kristniboð og allir menn voru skírðir á Íslandi og kristni var í lög tekin á alþingi og flutti Snorri goði mest við Vestfirðinga að við kristni væri tekið.
It is now next said that Gissr "White" and Hjali his in-law came out (to Iceland) regarding peaching the Gospel, and all men were baptized on Iceland, and Christianity was taken as law at the main assembly, and Chieftain Snorri conveyed most across Westfirth that Christianity would be received.