I accidently included a few sentences that we had already translated when I
first sent the next part to translate. There are links below to photos of
warp weighted looms that should be of some help in the translation.
Grace
Síðan tóku þeir lík Brjáns konungs og bjuggu um. Höfuð konungsins var gróið
við bolinn. Fimmtán menn af brennumönnum féllu í Brjánsorustu. Þar féll og
Halldór son Guðmundar hins ríka og Erlingur af Straumey.
Föstudagsmorgun varð sá atburður á Katanesi að maður sá er Dörruður hét gekk
út. Hann sá að menn riðu tólf saman til dyngju einnar og hurfu þar allir.
Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn er á var og sá að þar
voru konur inni og höfðu færðan upp vef. Mannahöfuð voru fyrir kljána en
þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið en ör fyrir
hræl.
Þær kváðu vísur þessar:
Vítt er orpið
fyrir valfalli
rifs reiðiský,
rignir blóði.
Nú er fyrir geirum
grár upp kominn
vefr verþjóðar
er þær vinur fylla
rauðum vefti
Randvés bana.
Sjá er orpinn vefr
ýta þörmum
og harðkléaðr
höfðum manna.
Eru dreyrrekin
dörr að sköftum,
járnvarðr yllir
en örum hrælaðr.
Skulum slá sverðum
sigrvef þenna.
Gengr Hildr vefa
og Hjörþrimul,
Sanngríðr, Svipul
sverðum tognum.
Skaft mun gnesta,
skjöldr mun bresta,
mun hjálmgagar
í hlíf koma.
http://www.monacensis.de/tipps/utensilien/Bilder_eines_Gewichtswebstuhles/index.php?title=Bilder_eines_Gewichtswebstuhles
http://www.cs.vassar.edu/~capriest/image/mywwloom.jpg
Fred and Grace Hatton
Hawley Pa