18. Töluorð tákna ákveðna upphæð eða fjölda einhvers: tíu, þriðji,
þrenning, tylft, tvítugur, tvöfaldur o.s.frv.
10. æf. Finnið töluorð í þessari grein:
Bóndinn á hundrað kindur, tíu kýr og tuttugu hesta. Pundið kostar
þrjátíu aura. Tuttugu og fimm menn komu með skipinu. Í dag er
tuttugasti og sjöundi júlí. Þrjú hundruð þrjátíu og sex að
frádregnum fjörutíu og átta eru tvö hundruð áttatíu og átta. Tvisvar
tveir eru fjórir. Þriðji áfanginn var allra verstur. Þetta er lagleg
þrenning. Glugginn er tvöfaldur.