--- In norse_course@..., Heiðrún Bergsdóttir <heidur2@...> wrote:

> Ég er sammála, hættið þessu "ég er bestur af því að ég er
> íslenskur" og reynið að skilja að það er fullt af erlendum
> vísindamönnum sem bæði skilja og lesa forníslensku, t.d. John
> Lindow.

Sæl Heiðrún - langt síðan maður hefur heyrt frá þér! Varstu
í námskeiðinu hjá Lindow? Vonandi kallaði hann þig ekki Heiðrúns
í eignarfalli :-) Ertu búin að glugga í nýju bókina hans? Allt
of margar villur fyrir minn smekk. Hann hefði betur fengið
einhverja fræðimenn til að prófarkalesa bókina almennilega.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að til eru erlendir fræðimenn sem
hafa ágætis vald á fornmálinu, en þeim fer því miður fækkandi. Ég tek
fram að þetta er ekki bara mín persónulega skoðun, heldur hafa
einmitt ýmsir erlendir fræðimenn kvartað mjög yfir því hvað kennsla í
fornmálinu er orðið á lágu plani í þeim háskólum þar sem það er enn
kennt. Lindow sjálfur gerir allt of margar villur til að hægt sé að
hrósa kunnáttu hans í hástert. Ég hefi ekki enn séð "alvöru" dóm
um nýju bókina hans, en ég er anzi hræddur um að honum verði ekki
hlíft.

Ef þú sendir mér heimilisfangið þitt, skal ég senda þér ljósrit af
tveimur mjög athyglisverðum ritdómum sem hafa birzt nýlega í
fræðitímaritum og fjalla einmitt um þetta mál. (Annar dómurinn
fjallar einmitt um bók sem Lindow mælti með í námskeiðinu.) Þetta
hefur nefnilega ekkert með einhvern þjóðernisríg að gera, eins og þú
(og aðrir) virðist halda, heldur er þetta sorgleg staðreynd sem
fræðasamfélagið gerir sér fulla grein fyrir, erlendir jafnt sem
innlendir.

Bestu kveðjur,
Eysteinn

P.S. - Ef einhverjir aðrir hafa áhuga, þá er þeim velkomið að senda
mér heimilisföng, og ég mun senda þeim umrædd ljósrit.

E.