(Önundur leiðir Þóri til fyrirsátursmannanna. Þar tekst mikill bardagi. Þórir fellir marga menn en loks eru höggnar af honum báðar hendurnar.)
Þórir hljóp þá að gljúfrunum og sló stúfunum við hellu mikilli svo að hún hrökk til. Þá sáu þeir að kisturnar er Valshellisgull var í voru þar undir. Þórir stakk handarstúfunum sínum í hvorn kistuhring og steyptist fram af í gljúfrin í fljótri svipan og sáu þeir hann eigi framar.
(Loks segir frá afdrifum félaga Þóris og sona.)
Guðmundur bjó á Þórisstöðum til elli og er mart manna frá honum komið. Atli bjó í Gröf og voru þeir bræður mikilmenni. Vöflu-Gunnar bjó á Gunnarsstöðum en Grímur í Múla langa hríð en Þorsteinn Kinnarson á Kinnarstöðum. Þar heita nú Leikvellir er Þórir féll. En um hann veit engi fremur að segja eftir það er hér var sagt.
Þórir hefir verið einn með hraustustu mönnum hér á landi. Sá hann og flest fyrir fram og var vitur maður og engi ofsamaður allt þar til er lund hans spilltist og hefir hann þá goldið þess síðasta drykks sem hann drakk af kálki Ragnars eins og Ragnar fyrir sagði honum og hér var áður sagt.
================ And the above passage divided by sentences ================
(Önundur leiðir Þóri til fyrirsátursmannanna.
Þar tekst mikill bardagi.
Þórir fellir marga menn en loks eru höggnar af honum báðar hendurnar.)
Þórir hljóp þá að gljúfrunum og sló stúfunum við hellu mikilli svo að hún hrökk til.
Þá sáu þeir að kisturnar er Valshellisgull var í voru þar undir.
Þórir stakk handarstúfunum sínum í hvorn kistuhring og steyptist fram af í gljúfrin í fljótri svipan og sáu þeir hann eigi framar.
(Loks segir frá afdrifum félaga Þóris og sona.)
Guðmundur bjó á Þórisstöðum til elli og er mart manna frá honum komið.
Atli bjó í Gröf og voru þeir bræður mikilmenni.
Vöflu-Gunnar bjó á Gunnarsstöðum en Grímur í Múla langa hríð en Þorsteinn Kinnarson á Kinnarstöðum.
Þar heita nú Leikvellir er Þórir féll.
En um hann veit engi fremur að segja eftir það er hér var sagt.
Þórir hefir verið einn með hraustustu mönnum hér á landi.
Sá hann og flest fyrir fram og var vitur maður og engi ofsamaður allt þar til er lund hans spilltist og hefir hann þá goldið þess síðasta drykks sem hann drakk af kálki Ragnars eins og Ragnar fyrir sagði honum og hér var áður sagt.