Þórir var nú var um sig og lét upp halda virkinu. Þá lét Þuríður drikkinn gera rekkju gagnvert dyrum og kvað sér þá mundu fátt á óvart koma. Ekki sættust þeir Styrkár og Þórir á víg Helga.
En það var nokkuru síðar að Styrkár gekk á skip með húskarla sína tíu. Þar var Kerling í för með þeim dóttir hans. Þau fóru leynilega suður yfir Þorskafjörð og komu á Hofstaði til Halls. Styrkár skorar á hann til liðs. Hallur brást við skjótt og fór þegar við fimmtánda mann. Þeir voru nú allir saman sex og tveir tigir. Kerling hafði ráð fyrir liði þeirra og hún hafði huliðshjálm yfir skipinu meðan þau reru yfir fjörðinn til Þórisstaða. Þau gengu frá skipi ofanverða nátt og gekk Kerling fyrst í virkið því að þegar spratt upp lásinn fyrir henni er hún kom að. Og er hún kom í virkið hljóp að henni gyltur mikil og svo hart í fang henni að hún fór öfug út af virkinu. Og í því hljóp upp Þuríður drikkinn og bað Þóri vopnast, segir að ófriður var kominn að bænum. Þeir Þórir hlupu upp og klæddust, tóku vopn sín og voru tólf saman. Tekst þar bardagi í virkinu. Þeir Þórir urðu sárir mjög því að vopn þeirra bitu ekki.
Þá sá Þuríður drikkinn að Kerling fór um völlinn að húsbaki og hafði klæðin á baki sér uppi en niðri höfuðið og sá svo skýin á milli fóta sér. Þuríður hljóp þá út af virkinu og rann á hana og þreif í hárið og reif af aftur hnakkafilluna. Kerling tók í eyra Þuríði báðum höndum og sleit af henni eyrað og alla kinnfilluna ofan. Og í því tók að bíta vopn Þóris og urðu þá mjög skeinusamir. Féllu þá sumir menn Halls en sumir flýðu ofan úr virkinu. Börðust þeir þá á leiðinni ofan til sjóvarins. En svo lauk að þeir komust á skip um síðir en eftir lágu fimm menn en tveir féllu af Þóri. Þær Þuríður og Kerling voru báðar óvígar.
================ And the above text divided by sentences ================
Þórir var nú var um sig og lét upp halda virkinu.
Þá lét Þuríður drikkinn gera rekkju gagnvert dyrum og kvað sér þá mundu fátt á óvart koma.
Ekki sættust þeir Styrkár og Þórir á víg Helga.
En það var nokkuru síðar að Styrkár gekk á skip með húskarla sína tíu.
Þar var Kerling í för með þeim dóttir hans.
Þau fóru leynilega suður yfir Þorskafjörð og komu á Hofstaði til Halls.
Styrkár skorar á hann til liðs.
Hallur brást við skjótt og fór þegar við fimmtánda mann.
Þeir voru nú allir saman sex og tveir tigir.
Kerling hafði ráð fyrir liði þeirra og hún hafði huliðshjálm yfir skipinu meðan þau reru yfir fjörðinn til Þórisstaða.
Þau gengu frá skipi ofanverða nátt og gekk Kerling fyrst í virkið því að þegar spratt upp lásinn fyrir henni er hún kom að.
Og er hún kom í virkið hljóp að henni gyltur mikil og svo hart í fang henni að hún fór öfug út af virkinu.
Og í því hljóp upp Þuríður drikkinn og bað Þóri vopnast, segir að ófriður var kominn að bænum.
Þeir Þórir hlupu upp og klæddust, tóku vopn sín og voru tólf saman.
Tekst þar bardagi í virkinu.
Þeir Þórir urðu sárir mjög því að vopn þeirra bitu ekki.
Þá sá Þuríður drikkinn að Kerling fór um völlinn að húsbaki og hafði klæðin á baki sér uppi en niðri höfuðið og sá svo skýin á milli fóta sér.
Þuríður hljóp þá út af virkinu og rann á hana og þreif í hárið og reif af aftur hnakkafilluna.
Kerling tók í eyra Þuríði báðum höndum og sleit af henni eyrað og alla kinnfilluna ofan.
Og í því tók að bíta vopn Þóris og urðu þá mjög skeinusamir.
Féllu þá sumir menn Halls en sumir flýðu ofan úr virkinu.
Börðust þeir þá á leiðinni ofan til sjóvarins.
En svo lauk að þeir komust á skip um síðir en eftir lágu fimm menn en tveir féllu af Þóri.
Þær Þuríður og Kerling voru báðar óvígar.