Og er Ketilbjörn sá það lést hann fara vilja með Þóri og kvað eitt skyldu
yfir þá ganga.
And when Ketilbjorn saw it he said he wished to go with Thorir and said
nothing would happen to them.

Fer hann þá ofan með strenginum.
He then goes down with the rope.

Þórhallur Kinnarson kveðst og fara vilja en Þrándur langi kvað Sigmund eigi
það spyrja skulu að hann þyrði eigi að fylgja þeim er hann hafði þó heitið
sinni liðveislu.
Thorhall Kinnarson said he also wished to go but Thrand the tall told
Sigmund that (they?) should not hear that he dared not to follow them when
he had still promised his help.?

Þórir var nú kominn í hellinn og dró þá til sín hvern er ofan kom.
Thorir had now arrived in the cave and drew each who came down to him then.

Bergsnös nokkur gekk fram við sjóinn allt fyrir fossinn og fóru þeir Björn
Beruson og Hyrningur þar á fram og þaðan upp undir fossinn.
A certain rocky projection went forward toward the sea all before the
waterfall and they, Bjorn Bera's son and Hyrningur, went there from the
river and thence up under the waterfall.

Þeir höfðu þar tjald hjá snösinni því að eigi mátti nær vera fossinum fyrir
skjálfta og vatnfalli og regni.
They had a tent near the projectiion there because (it) was not possible to
be closer to the waterfall because of the shivering (vibration?) and water
falling and rain.

Þeir Þórir tendruðu ljós í hellinum og gengu þar til er vindi laust í móti
þeim og slokknuðu þá login.
They, Thorir (and co.), kindled a light in the cave and went until a wind
blew against them and slackened the flame then.

Þá hét Þórir á Agnar til liðs og þegar kom elding mikil frá hellisdyrunum og
gengu þá um stund við það ljós þar til er þeir heyrðu blástur til drekanna.
Then Thorir appealed to Agnar for aid and immediately a great light came
from the door of the cave and they went then for a while with that light
until they heard hissing of dragons.

En jafnskjótt sem eldingin kom yfir drekana þá sofna þeir allir.
And as soon as the light came over the dragons then they all slept.

En þá skorti eigi ljós er lýsti af gulli því er þeir lágu á.
And then the light did not fall short when it shown from gold which they lay
on.

Þeir sáu hvar sverð voru og komu upp hjá þeim meðalkaflarnir.
They saw where swords were and the middle piece of the hilt came up near
them .

Þeir Þórir þrifu þá skjótt til sverðanna og síðan hlupu þeir yfir drekana og
lögðu undir bægsl þeim og svo til hjartans.
They, Thorir (and co.), quickly grasped the swords and after that they
leaped over the dragons and thrust under their shoulders and thus to (the)
hearts.

Þórir fékk tekið hjálminn af hinum mesta drekanum.
Thorir was able to take the helmet from the biggest dragon.

Og í þessi svipan þrífur hinn mesti drekinn Þránd lang og fló með hann út úr
hellinum og þegar hver að öðrum og hraut eldur af munni þeim með miklu
eitri.
And in this fight the biggest dragon grasps Thrand the tall and flew with
him out of the cave and immediately each (of the?) others and spewed? fire
from their mouths with much poison.

Nú sáu þeir er úti voru að glæddi úr fossinum.
Now they, who were outside, saw that it glowed out of the waterfall.

Þeir hlupu úr tjaldinu.
They ran out of the tent.

En drekarnir flugu upp úr fossinum og sáu þeir Björn að einn drekinn hafði
mann í munni sér.
But the dragon flew up out of the waterfall and they, Bjorn (and co.) saw
that one dragon had a man in his mouth.

Þóttust þeir þá vita að allir mundu þeir látnir er í hellinn höfðu farið.
They then thought to know that they all would be dead who had gone into the
cave.

Hinn mesti drekinn flaug lengst, sá er manninn hafði í munni.
The biggest dragon flew longest, that one which had a man in its mouth.

Grace Hatton
Hawley, PA