Þórir þóttist svara að honum þótti þetta of lítið af svo nánum frænda og féríkum og lést eigi aftur munu hverfa við litla fémútu.

"Vissi eg ei," segir Þórir, "að tröll væri mér svo nær í ætt áður þú sagðir mér. En engrar eirðar ættir þú af mér von ef ei væri frændsemi með okkur."

Agnar segir: "Seint munu þín augu fyllt verða á fénu og því máttu vorkynna mér," sagði Agnar, "að mér þyki féð gott því að þú munt ærið mjög elska féð áður lýkur."

Þórir segir: "Ekki hirði eg um illspár þínar. En þiggja vil eg að þú vísir mér til meiri févonar ef þú vilt þitt fé undan þiggja."

"Heldur vil eg það," segir Agnar, "en deila illdeildum við þig. Valur hét víkingur er átti gull mikið. Hann bar féið undir helli einn norður við Dumbshaf og lagðist á síðan og synir hans með honum og urðu allir að flugdrekum. Þeir hafa hjálma á höfðum og sverð undir bægslum. Nú er hér kálkur er þú skalt drekka af tvo drykki en förunautur þinn einn drykk en þá verður eftir það sem má."

Síðan vaknar Þórir og voru þessir hlutir allir þar í hjá honum er Agnar gaf honum. Ketilbjörn vaknar og hafði heyrt allt þeirra viðurmæli og svo séð hvar Agnar fór. Hann bað Þóri taka þenna kost. Eftir það tók Þórir kálkinn og drakk af tvo drykki en Ketilbjörn einn. Þá var enn eftir í kálkinum. Þórir setti þá á munn sér og drakk af allt.

Nú féll á þá svefn. Agnar kom þá enn og ávítaði Þóri er hann hafði allt úr drukkið kálkinum og kvað hann þess drykkjar gjalda mundu hinn síðara hlut ævi sinnar. Agnar segir þeim fyrir marga hluti þá er fram komu síðar og lagði ráð til með Þóri hversu hann skyldi vinna hellinn Vals víkings.


And the above, but divided by sentences:


Þórir þóttist svara að honum þótti þetta of lítið af svo nánum frænda og féríkum og lést eigi aftur munu hverfa við litla fémútu.



"Vissi eg ei," segir Þórir, "að tröll væri mér svo nær í ætt áður þú sagðir mér. 



En engrar eirðar ættir þú af mér von ef ei væri frændsemi með okkur."



Agnar segir: "Seint munu þín augu fyllt verða á fénu og því máttu vorkynna mér," sagði Agnar, "að mér þyki féð gott því að þú munt ærið mjög elska féð áður lýkur."



Þórir segir: "Ekki hirði eg um illspár þínar. 




En þiggja vil eg að þú vísir mér til meiri févonar ef þú vilt þitt fé undan þiggja."




"Heldur vil eg það," segir Agnar, "en deila illdeildum við þig. 



Valur hét víkingur er átti gull mikið. 



Hann bar féið undir helli einn norður við Dumbshaf og lagðist á síðan og synir hans með honum og urðu allir að flugdrekum. 



Þeir hafa hjálma á höfðum og sverð undir bægslum. 



Nú er hér kálkur er þú skalt drekka af tvo drykki en förunautur þinn einn drykk en þá verður eftir það sem má."



Síðan vaknar Þórir og voru þessir hlutir allir þar í hjá honum er Agnar gaf honum. 



Ketilbjörn vaknar og hafði heyrt allt þeirra viðurmæli og svo séð hvar Agnar fór. 



Hann bað Þóri taka þenna kost. 



Eftir það tók Þórir kálkinn og drakk af tvo drykki en Ketilbjörn einn. Þá var enn eftir í kálkinum. 



Þórir setti þá á munn sér og drakk af allt.



Nú féll á þá svefn. 



Agnar kom þá enn og ávítaði Þóri er hann hafði allt úr drukkið kálkinum og kvað hann þess drykkjar gjalda mundu hinn síðara hlut ævi sinnar. 



Agnar segir þeim fyrir marga hluti þá er fram komu síðar og lagði ráð til með Þóri hversu hann skyldi vinna hellinn Vals víkings.