Gull-Þóris saga
1. kafli
Hallsteinn son Þórólfs Mostrarskeggja nam allan Þorskafjörð fyrir vestan og bjó á Hallsteinsnesi.
Hallstein, son of Thoralf Mosterbeard claimed all west of Thorskfiord (Codfish-fiord) and lived at Hallstein-ness. (CV Mostr)
Hann átti Ósku dóttur Þorsteins rauðs.
He married Osku, Thorstein Red's daughter.
Börn þeirra voru þau Þorsteinn surtur, Þórarinn og Þuríður.
Their children were Thorstein "Black," Thorarinn and Thuridr.
Grímkell hét frilluson hans er bjó á Grímkelsstöðum út frá Gröf.
The name of his concubien's son was Grimkell, who lived at Grimkel's-place out beyond Graf.
Þessir menn fóru til Íslands með Hallsteini.
These men went to Iceland with Hallstein.
Hrómundur er síðan bjó í Gröf, Valgerður hét kona hans en Þorsteinn son.
Hromundr who after lived in Grof, his wife was named Valgerdur, and (his) son Thorstein.
Eyjólfur hinn auðgi kom til Íslands með Hrómundi og bjó í Múla í Þorskafirði, Hallgerður hét kona hans en Valgerður dóttir, hún var fríð kona.
Eyjolfr The Wealthy arrived in Iceland with Hromundr and lived in Mula in Thorska-firth; hiw wife was named Hallgerdur, and a daughter Valgerdur, she was a beautiful woman.
Þorgeir hét maður er bjó í Þorgeirsdal.
A man named Thorgeir lived in Thorgeirs-dale.
Þessir voru allir vinir Hallsteins.
These were all Hallstein's friends.
Böðmóður í Skut var víkingur mikill og óeirinn mjög.
Bodmodr in Skut was a large Viking and very bellicose.
Hann var son Þorbjarnar loka Eysteinssonar Grímkelssonar Önundarsonar fylsennis.
He was a son of Thorbjarn The Deficient, son of Eystein, son of Grimkel, son of Onundar Fylsenni.
Þeir voru synir Böðmóðs Þorbjörn loki er nam allan Djúpafjörð og Grónes og Vígbjóður faðir Steins mjögsiglanda er Hítdælir og Skógnesingar eru frá komnir.
The sons were Bodmodr Thorbjorn The Deficient who settled all Deep-fiord, and Grones and Vigbjodr, father of Stein "Most Sailing," from whom were descended Hitdaelir and Skokgneising.
Með Þorbirni loka komu út Styrkár er hann gaf land í Barmi til móts við Hallstein.
Styrkar arrived with Thorbirn The Deficient, whom he have land in Barmi adjacent to Hallstein.
Dóttir Styrkárs hét Kerling og heldur margkunnig.
Styrkar's daughter was named Kerling and (she was) rather knowledgeable.
Helgi hét bróðir Styrkárs er land keypti að Hjöllum í Þorskafirði.
Helgi was Styrkar's brother who bought land at Hjollum in Thorska-firth.
Hans synir voru þeir Þórarinn ákafi og Þrándur hinn mikli.
His sons were Thorarinn "The Zealous" and Thrandr "The Strong."
Helgi var virðingamaður og þó ekki dæll við alþýðu.
Helgi was a man of distinction and yet not gentle with people.
Þorgils hét son Þorbjarnar loka.
Thorfils was the name of Thorbjarn "Loka." (Loka? Door bolt?)
Hann bjó á Þorgilsstöðum í Djúpafirði.
He lived at Thorgil's-place in Deep-firth.
Þeir feðgar voru miklir fyrir sér og ættstórir.
They, father and son, were strong for themselves and high-born.
Úlfur hinn skjálgi son Högna hins hvíta nam Reykjanes allt milli Þorskafjarðar og Hafrafells.
Ulfr the Squinting's son Hogna the White settled all Reykjanes between Thorskafjard and Hafrafell.
Hann bjó á Miðjanesi.
He lived at Midjaness.
Hans synir voru þeir Jörundur og Atli hinn rauði.
His sons were Jorundr and Atli the Red.
Með Úlfi kom út sá maður er Hallur hét, ættstór og mikilhæfur.
The man who was named Hallr, highborn and eminent, came out to Iceland with Ulfr.
Hann bjó á Hofstöðum við Þorskafjörð og reisti þar hof mikið því að Úlfur var engi blótmaður.
He lived at Hof's-place bt Thorsk's-fiord and he erected a large temple because Ulfr was no heathen worshipper.
Hallur var mikill höfðingi og hnigu því margir til hans.
Hallr was a great leader and many turned to him.
Rauður hét son hans og bjó í Rauðsdal milli Hofstaða og Berufjarðar.
His son's name was Red and he lived in Red's-dale between Hof's-place and Berufjard.
Annar hét Hyrningur, sá var yngri.
Another was named Hyringr, who was younger.
Þuríður drikkinn bjó á Kinnarstöðum og átti land inn til Músarár.
Thuridr Drikkin lived at Kinnar's-place and owned land inward to Musar-river.
Hún var mörgu slegin og gerði manna mun mikinn.
She was often struck (can't be right!) and made a big distinction.
Synir hennar voru þeir Þorsteinn og Þórhallur, efnilegir menn.
Her sons were Thorstein and Thorhallr, promising men.