This is the next-to-the last passage in Bolli's saga. What should be the next passage to work with? If you made a suggestion earlier, please repeat it so we make sure that we don't overlook anything.


En með því að Ljótur gekk að svo fast þá hættu þeir að berjast og því játtu hvorirtveggju að Ljótur skyldi gera um þetta þeirra í milli. Skildust þeir við svo búið. Fór Þorsteinn heim en Ljótur býður þeim Bolla heim með sér og það þiggur hann. Fóru þeir Bolli á Völlu til Ljóts. Þar heitir í Hestanesi sem þeir höfðu barist. Óttar bóndi skildist eigi fyrri við þá Bolla en þeir komu heim með Ljóti. Gaf Bolli honum stórmannlegar gjafar að skilnaði og þakkaði honum vel sitt liðsinni. Hét Bolli Óttari sinni vináttu. Fór hann heim til Krossa og sat í búi sínu.

 

 

88. kafli - Af Bolla

 

Eftir bardagann í Hestanesi fór Bolli heim með Ljóti á Völlu við alla sína menn en Ljótur bindur sár þeirra og greru þau skjótt því að gaumur var að gefinn. En er þeir voru heilir sára sinna þá stefndi Ljótur þing fjölmennt. Riðu þeir Bolli á þingið. Þar kom og Þorsteinn af Hálsi við sína menn.

 

Og er þingið var sett mælti Ljótur: "Nú skal ekki fresta uppsögn um gerð þá er eg hefi samið milli þeirra Þorsteins af Hálsi og Bolla. Hefi eg það upphaf að gerðinni að Helgi skal hafa fallið óheilagur fyrir illyrði sín og tiltekju við Bolla. Sárum þeirra Þorsteins og Bolla jafna eg saman. En þá þrjá menn er féllu af Þorsteini skal Bolli bæta. En fyrir fjörráð við Bolla og fyrirsát skal Þorsteinn greiða honum fimmtán hundruð þriggja alna aura. Skulu þeir að þessu alsáttir."