I think this is where we left off.
Grace
Fred and Grace Hatton
Hawley Pa
Reið Gunnar heim af þingi og situr nú um kyrrt. En þó öfunduðu mótstöðumenn
hans mjög hans sæmd.
67. kafli
Nú er að segja frá Þorgeiri Otkelssyni. Hann gerðist mannaður vel, mikill og
sterkur,
trúlyndur og óslægur og nokkuð talhlýðinn. Hann var vinsæll af hinum bestum
mönnum
og ástsæll af frændum sínum.
Einu hverju sinni hefir Þorgeir Starkaðarson farið að finna Mörð frænda
sinn.
"Illa uni eg við," segir hann, "málalok þau sem orðið hafa með oss Gunnari
en eg hefi
keypt að þér liðveislu meðan við værum uppi báðir. Vil eg nú að þú hugsir
nokkura
ráðagerð þá er Gunnari megi mein að vera og leggist nú djúpt. Mæli eg því
svo bert að eg
veit að þú ert hinn mesti óvinur Gunnars og svo hann þinn. Skal eg miklu
auka sæmd
þína ef þú sérð vel fyrir."
"Sýnist það jafnan," segir Mörður, "að eg er fégjarn enda mun svo enn. Og er
vant fyrir
að sjá að þú sért eigi griðníðingur eða tryggðarofsmaður en þú komir þó þínu
máli fram.
En það er mér sagt að Kolskeggur ætli mál fram að hafa og rifta fjórðunginn
í
Móeiðarhvoli er föður þínum var goldinn í sonarbætur. Hefir hann mál þetta
tekið af
móður sinni og er þetta ráð Gunnars að gjalda lausafé en láta eigi landið.
Skal þess að
bíða er þetta gengur fram og kalla hann þá rjúfa sætt á yður. Hann hefir og
tekið sáðland
af Þorgeiri Otkelssyni og rofið svo sætt á honum. Skalt þú fara að finna
Þorgeir Otkelsson
og koma honum í málið með þér og fara að Gunnari. En þó að í bresti nokkuð
um þetta
og fáið þér hann eigi veiddan þá skuluð þér þó fara að honum oftar. Mun eg
segja þér að
Njáll hefir spáð Gunnari og sagt fyrir um ævi hans, ef hann vægi í hinn sama
knérunn
oftar en um sinn að það mundi honum bráðast til bana, bæri það saman að hann
ryfi sætt
þá er ger væri um það mál. Skalt þú því Þorgeiri koma í málið að Gunnar
hefir vegið
föður hans áður og er þið eruð á einum fundi báðir þá skalt þú hlífa þér en
hann mun
ganga fram vel og mun Gunnar vega hann. Hefir hann þá vegið tvisvar í hinn
sama
knérunn en þú skalt flýja af fundinum. En ef honum vill þetta til dauða
draga þá mun
hann rjúfa sættina. Er þar til að sitja."