Nú fór Guðríður og hitti Þorstein og sýndist henni sem hann felldi tár og mælti í eyra henni nokkur orð hljótt svo að hún ein vissi
Now Guðrið went and visited Thorstein and it seemed to her that he was shedding tears (tears were fallen) and he spoke into her ear words so quiet that she alone could know
og sagði að þeir menn væru sælir er trúna héldu vel og henni fylgdi miskunn og hjálp og sagði þó að margir héldu hana illa
and (then) said that those men were blessed who held true to faith and mercy and help would follow but many held badly )to the faith_
"er það engi háttur sem hér hefir verið á Grænlandi síðan kristni var hér að setja menn niður í óvígða mold við litla yfirsöngva.
"it is not (our) custom here as has been in Greenland since the coming of Christianity when they set men down (bury them) in un-blessed (unconsecrated) ground with (only) a few words (lit - a short over-singing)
Vil eg mig láta flytja til kirkju og aðra þá menn sem hér hafa andast en Garða vil eg láta brenna á báli sem skjótast því að hann veldur öllum afturgöngum sem hér hafa orðið í vetur."
I wish my body carried to Church and (the) others that have died but(excepting) Garði I would leave burning on a pyre as soon as possible because he has made all the dead-walkers that were here this winter (he was responsible for the hauntings) Hann sagði henni og um sína hagi og kvað hennar forlög mikil mundu verða en hann bað hana varast að giftast grænlenskum manni.
He told her about her affairs and declared her future would be great/important but he counseled her against marrying herself to a Greenlandish man
Bað hann og að hún legði fé þeirra til kirkju eða gefa það fátækum mönnum. Og þá hneig hann aftur í öðru.
He bade her give money to the Church and some to the poor people and sank back again (a second time)
Sá hafði háttur verið á Grænlandi síðan kristni kom út þangað að menn voru grafnir þar á bæjum, er menn önduðust, í óvígðri moldu. Skyldi setja staur upp af brjósti en síðan er kennimenn komu til þá skyldi kippa upp staurnum og hella þar í vígðu vatni og veita þar yfirsöngva þótt það væri miklu síðar.
It had been the custom in Greenland since the coming of Christianity (since Christianity cam thither) to bury men on the farms, when men died, in uncomsecrated ground. They had set a rod in the breast (of the dead) and when the priest hood came they would pull up the stick and pour in holy water and hold a service (hold there an over-singing) in spite of how long after [I feel sick]
Líkin voru færð til kirkju í Eiríksfjörð og veittir yfirsöngvar af kennimönnum.
The bodies were carried to the Church at Eirik's fjord and were sung over by the priests
Eftir það andaðist Þorbjörn. Bar þá féið allt undir Guðríði. Tók Eiríkur við henni og sá vel um kost hennar.
After that Thorbjorn died. All his wealth passed to Guðrið. Eirik took her into his own home and took care of her well
7. kafli
Maður hét Þorfinnur karlsefni, son Þórðar hesthöfða, er bjó norður í Reyninesi í Skagafirði er nú er kallað.
A man was named Thorfinn Karlsefni (promising lad) son of Thordar Horsehead lived in Reyni-ness (Rowan Ness) SkagaFirth as it is now called.
Karlsefni var ættgóður maður og auðigur að fé. Þórunn hét móðir hans. Hann var í kaupferðum og þótti fardrengur góður.
Karlsefni was was a man of good family/reputation and well off for money. His mother was Thorunn He was a trader/merchant and thought to be a good seafaring man (Z)
Eitt sumar býr Karlsefni skip sitt og ætlaði til Grænlands. Réðst til ferðar með honum Snorri Þorbrandsson úr Álftafirði og voru fjórir tigir manna með þeim.
One summer Karlsefni prepared his ship and intended (to go) to Greenland, signed on with him were Snorri Thorbradsson of AlftaFjorð and forty other men with them
Maður hét Bjarni Grímólfsson, breiðfirskur maður. Annar hét Þórhallur Gamlason, austfirskur maður. Þeir bjuggu skip sitt samsumars sem Karlsefni og ætluðu til Grænlands. Þeir voru á skipi fjórir tigir manna.
A man named Bjorn Grunolfsson a Beidafjorð man. Another named Thorhall Gamlason an Eastfjorðer. They made ready their ship the same summer as Karlsefni and intended to (sail to) Greenland. They were on board with also forty men
Láta þeir í haf fram tvennum skipum þegar þeir eru búnir. Eigi var um það getið hversu langa útivist þeir höfðu, en frá því er að segja að bæði þessi skip komu í Eríksfjörð um haustið.
Later they put to sea the two ships as soon as they were ready. It is not known how long they had been at sea, but it is said that both ships came to Eirik'sFjorðin the Autumn
Eiríkur reið til skips og aðrir landsmenn og tókst með þeim greiðleg kaupstefna.
Eirik rode to the ships with other Countrymen and they had there (took with them) good trading. [Yorkshire dialect for good/fine is gradely - perhaps from this word greiðleg]
Buðu stýrimenn Eiríki að hafa slíkt af varninginum sem hann vildi.
Both of the Captains offered Eirik to have of the wares as he wished.
En Eiríkur sýni mikla stórmennsku af sér í móti því að hann bauð þessum skipverjunum báðum heim til sín til veturvistar í Brattahlíð.
But Eirik shows himself (to be) very generous - he invited both the Ships crews home with him to spend the Winter at Brattahlid
Þetta þágu kaupmenn og fóru með Eiríki.
The Traders accepted and went with Eirik
Síðan var fluttur heim varningur þeirra í Brattahlíð. Skorti þar eigi góð og stór útibúr að varðveita í. Líkaði kaupmönnum vel með Eiríki um veturinn.
Afterwards they carried their wares home to Brattahlið. There was no shortage of good stout outbuildings to keep the goods in. The merchanta liked it well with Eirik in the Winter
En er dró að jólum tók Eiríkur að verða óglaðari en hann átti vanda til.
But as Yule drew close Eirik became less cheerful than he was used to be