It occurred to me that some of you might be interested to
view an example of how the Njála text you are using compares
with the "standard" one of the Íslenzk Fornrit publication.

I took the latest section (end of Ch. 23) and set it out as
follows, first the text you use (NC), and then the ÍF text.
It should be easy to spot the textual differences, as well
as the differences between modern and old grammatical forms
and spellings. Note also the more conservative style of
punctuation in the ÍF-text.

Here we go:

NC: En er Hrútur var sofnaður tóku þeir föng sín
ÍF: en þegar er Hrútr var sofnaðr, tóku þeir klæði sín ok vápn

NC: og höfðu til hesta sinna,
ÍF: ok gengu út ok fóru til hesta sinna

NC: ríða síðan yfir ána og svo fram Hjarðarholts megin
ÍF: ok riðu yfir ána ok svá fram Hjarðarholts megin,

NC: þar til er þraut dalinn og eru þar í fjöllunum
ÍF: þar til er þraut dalinn, ok eru þar í fjöllunum

NC: millum og Haukadals og komu sér þar er eigi mátti
ÍF: millum ok Haukadals ok kómu sér þar, er eigi mátti

NC: finna þá fyrr en riðið væri að þeim.
ÍF: finna þá, fyrr en riðit væri at þeim.

NC: Söðlar þeirra og vopn höfðu varðveitt verið í smiðju svo að þeir
ÍF: [Söðlar þeira ok vápn höfðu varðveitt verit í smiðju, svá at þeir]

NC: máttu sjálfir út ná. Urðu því engir menn varir við brautferð
þeirra.
ÍF: [máttu sjálfir út ná; urðu því engir menn varir við brotferð
þeira.]

NC: Þessa nótt öndverða vaknaði Höskuldur á Höskuldsstöðum
ÍF: Höskuldur vaknaði þessa nótt á Höskuldsstöðum öndverða

NC: og vakti upp alla heimamenn sína.
ÍF: ok vakði upp alla heimamenn sína.

NC: "Eg vil segja yður draum minn," segir hann.
ÍF: "Ek vil segja yðr draum minn," segir hann;

NC: "Eg þóttist sjá bjarndýri mikið ganga út úr húsunum
ÍF: "ek þóttumk sjá bjarndýri mikit ganga út ór húsunum,

NC: og vissi eg að eigi fannst þessa dýrs maki
ÍF: ok vissa ek, at eigi fannsk þessa dýrs maki,

NC: og fylgdu því húnar tveir og vildu þeir vel dýrinu.
ÍF: ok fylgðu því húnar tveir, ok vildu þeir vel dýrinu.

NC: Það stefndi til Hrútsstaða og gekk þar inn í húsin.
ÍF: Þat stefndi til Hrútsstaða ok gekk þar inn í húsin.

NC: Síðan vaknaði eg. Nú vil eg spyrja yður hvað þér
ÍF: Síðan vaknaða ek. Nú vil ek spyrja yðr, hvat þér

NC: sáuð til hins mikla manns."
ÍF: sáð til ins mikla manns."

NC: Einn maður svaraði honum: "Það sá eg að fram undan ermi
ÍF: Einn maðr svaraði honum: "Þat sá ek, at fram undan erminni

NC: hans kom eitt gullhlað og rautt klæði en á hinni hægri
ÍF: kom eitt gullhlað ok rautt klæði; á hoegri

NC: hendi hafði hann gullhring."
ÍF: hendi hafði hann gullhring."

NC: Höskuldur mælti: "Þetta er engis manns fylgja nema Gunnars
ÍF: Höskuldr mælti: "Þetta er engis manns fylgja nema Gunnars

NC: frá Hlíðarenda. Þykist eg nú sjá allt eftir og skulum vér
ÍF: frá Hlíðarenda. Þykkjumk ek nú sjá allt eptir; skulu vér

NC: nú ríða á Hrútsstaði."
ÍF: nú ríða á Hrútsstaði."

NC: Þeir gengu út allir og fóru á Hrútsstaði og drápu á dyr
ÍF: Þeir gengu út allir ok fóru á Hrútsstaði ok drápu á dyrr,

NC: en maður gekk út og lauk upp hurðinni. Þeir gengu þegar inn.
ÍF: en maðr gekk út ok lauk upp hurðunni; þeir gengu þegar inn.

NC: Hrútur lá í lokrekkju og spyr hverjir komnir eru.
ÍF: Hrútr lá í lokrekkju ok spyrr, hverir komnir eru;

NC: Höskuldur sagði til sín og spurði hvað þar væri gesta.
ÍF: Höskuldr sagði til sín ok spurði, hvat þar væri gesta.

NC: Hann svarar: "Hér er Kaupa-Héðinn."
ÍF: Hann segir: "Hér er Kaupa-Heðinn."

NC: Höskuldur mælti: "Breiðari mun um bakið því að eg get
ÍF: Höskuldr segir: "Breiðari mun um bakit; ek get

NC: hér verið hafa Gunnar frá Hlíðarenda."
ÍF: verit munu hafa Gunnar frá Hlíðarenda."

NC: "Þá mun hér slægleiksmunur orðið hafa," segir Hrútur.
ÍF: "Þá mun hér sloegleiksmunr orðit hafa," segir Hrútr.

NC: "Hvað er að orðið?" segir Höskuldur.
ÍF: "Hvat er at orðit?" segir Höskuldr.

NC: "Eg sagði honum hversu upp skyldi taka fjárheimtuna Unnar
ÍF: "Ek sagða honum, hversu upp skyldi taka málit Unnar,

NC: og stefndi eg mér sjálfur en hann stefndi eftir. Og mun hann
ÍF: ok stefnda ek mér sjálfr, en hann stefndi eptir; ok mun hann

NC: þann hafa málatilbúnaðinn og er sá réttur."
ÍF: þann hafa málatilbúnaðinn, ok er sá réttr."

NC: "Mikill er viskumunur orðinn," segir Höskuldur, "og mun eigi
ÍF: "Mikill er vizkumunr orðinn," segir Höskuldr, "ok mun eigi

NC: Gunnar einn hafa um ráðið. Njáll mun þessi ráð hafa til lagið
ÍF: Gunnarr einn hafa um ráðit. Njáll mun þessi ráð hafa til lagt,

NC: því að engi er hans maki að viti."
ÍF: því at engi er hans maki at viti."

NC: Þeir leita nú Héðins og er hann allur í brautu. Þeir söfnuðu
ÍF: Þeir leita nú Heðins, ok er hann allr í brautu. Síðan söfnuðu þeir

NC: liði og leituðu þeirra þrjá daga og þrjár nætur og fundu þá eigi.
ÍF: liði ok leituðu þeira þrjá daga ok fundu þá eigi.

NC: Gunnar reið suður af fjallinu til Haukadals og fyrir austan skarð
ÍF: Gunnarr reið suðr af fjallinu til Haukadals ok fyrir austan skarð

NC: og norður til Holtavörðuheiðar og létti eigi fyrr en hann kom
heim.
ÍF: ok norðr til Holtavörðuheiðar ok létti eigi fyrr en hann kom heim.

NC: Hann fann Njál og sagði honum að vel hafði dugað ráðið.
ÍF: Hann fann Njál ok sagði honum, at vel hafði dugat ráðit.

The passage in [square brackets] is not part of the main text in
ÍF. It is only found added in one ms - Gráskinna - and quoted as
a footnote in the ÍF edition. This supports a feeling I already had,
i.e. that your text is possibly based on the Z-group of Njála
mss, of which Gráskinna is the primary member. The ÍF edition is
printed primarily after the Y-group of mss - Möðruvallabók - and
supported by the X-group (Reykjabók, Kálfalækjarbók, Oddabók).

Regards,
Eysteinn