--- In norse_course@yahoogroups.com, <sarahbowen@...> wrote:
> Heill Konrad!
>
> Thank you for this - I found it interesting. As a foreigner
learning modern Icelandic as well I find the days of the week
sometimes trip me up - especially the modern tiwas dagaz, thunras
dagaz and frijoz dagaz. I'm tempted to start a campaign to revert
to the old days of the week!!!
>
> Cheers,
>
> Sarah
Já, gerðu það ;) Þú getur bent á það að daganöfn miðalda-kirkjunnar
eigi ekki heima í nútímanum og valdi talverðum erfiðleikum fyrir
erlenda stúdenta ('fólk mætir ekki á réttum dögum og heldur t.d. að
þriðjudagur sé miðvikudagur af því hann er þriðji virki dagurinn' ;)
Eins getur þú bent á það að flestar þjóðir sýna Íslandi þá virðingu
að nota íslenzk daganöfn :) Hvers vegna ekki íslendingar sjálfir? En
varðandi lagafrumvarp eða þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál legg ég
til að það verði sviðsett sem baráttu milli eftirfarandi aðila: 1)
vísindamanna og biskups 2) viðskiftamanna og biskups 3) stúdenta og
biskups 4) þjóðernissinna og biskups. Starfssvið biskups er aðeins í
trúmálum og því má búast við að hann reyni að sviðsetja tillöguna um
að taka up gömlu daganöfnin aftur sem svarta deilu milli kristinnar
þjóðar og einhverja trúlausra unglinga sem telja sig heiðna bara af
því það er í tízku. Biskupinn hefur lög að mæla í trúmálum (;)) en
hann verður hins vegar þreyttur á slíkri umræðu:
'...sem vísindamenn verðum við að nota sömu daganöfnin og félagar
okkar út um allan heim...hvað? Jón Biskup? Ha? Þessi sem vildi nefna
sunnudag drottinsdag?...já, en síðan þróunarkenningin leit dagsins
ljós...ha? Nei, þetta eru nöfnin sem allar þróaðar þjóðir nota...ha?
já, en þeir trúðu líka á sól og mána...en við lifum í nútímanum og
það gengur hreinlega ekki upp að...'
eða:
'...viðskiftavinir kvarta stanslaust um daganöfnin...fyrirtæki borga
ekki reikninga á réttum tíma...senda ekki pakka...Jón hver? Sko, það
kostar íslenzkum fyrirtækjum mikið á hverju ári að...truflar alla
flugumferðina, gerir allt ómögulegt og eyðileggur efnahagslífið...'
eða:
'...það koma svo margir erlendar stúdentar...ha? Nú skaltu hlusta...
við erum fyrir löngu orðin dauðþreytt á því að þurfa að útskýra...
Loks kemur það upp sem þjóðernismál:
'Góðan dag. En hvað er helzt á dagskrá nú á dögum? Dagarnir sjálfir,
að sjálfsögðu, eða réttara sagt, daganöfnin. En það hefur nefnilega
komið í ljós undanfarna daga í deilum milli biskups og _ og _ og _
...en erum við ekki íslendingar? Á lýðræðisöld hétu.....en erum við
ekki lýðræði í dag?...'
E.t.v. verða þessi daganöfn þá samþykkt:
sunnudagur
mánadagur (..en það stendur á blaðsíðu 236 að orðið máni beygist..;)
týsdagur
óðinsdagur
þórsdagur
frjádagur
laugardagur
Þannig er aldrei minnst á trúmál.
Kveðja,
Konni
> > From: "akoddsson" <konrad_oddsson@...>
> > Date: 2004/09/14 Tue AM 04:56:50 GMT
> > To: norse_course@yahoogroups.com
> > Subject: [norse_course] *namnu dagô wikôn - nöfn vikudaganna
> >
> >
>
> -----------------------------------------
> Email provided by http://www.ntlhome.com/