From Sigurður Líndal's ALÞINGI Á ÞJÓÐVELDISÖLD, p. 17.

- - -
Þeir sem þingið sóttu dvöldust í búðum þar sem veggir voru
hlaðnir af torfi og grjóti, en yfir var trégrind og á hana
tjaldað vaðmálum. Auk þess voru búðir þar sem ýmis þjónusta
var veitt, búðir svarðskriða, sútara, ölbruggara og
veitingamanna. Með lögfestingu Járnsíðu 1271-73 var þingtími
styttur og lagðist þá af búðagerð, enda þótti ekki taka því;
í þess stað bjuggu menn í tjöldum. Árið 1594 var þingtími
lengdur og þá hófst búðagerð að nýju og þær búðarústir sem
nú sjást á Þingvöllum eru því langflestar frá 17. og 18. öld.
- - -

Hope that helps Simon with his booth problems :-)

Kveðja,
Haukur