RÓSIN

From: konrad_oddsson
Message: 2203
Date: 2002-10-25

Sveinninn fann svo fagra rós,
fagra rós í haga.
Hún var ung og æskuljós,
aldrei sá hann fegri rós
alla ævidaga.
Rósin, rósin, rósin ung,
rósin fríð í haga.

Hann kvað: Feginn finn ég þig,
fagra rós í haga.
Hún kvað: Ef þú hreyfir mig,
hvössum þyrni merki ég þig
alla ævidaga.
Rósin, rósin, rósin ung,
rósin fríð í haga.

Sveinninn sleit þó rós af rein,
rósin fríð í haga.
Rósin unga reif þó svein, -
rósarstungan varð hans mein
alla ævidaga.
Rósin, rósin, rósin ung,
rósin fríð í haga.

(Goethe - Örn Arnarson þýddi)

Previous message: 2202
Next message: 2204

Contemporaneous posts     all posts