Heilir góðir nemendur!

"Us-" er forliður margra sagna og nafnorða í fornri Hágotnesku. En á
undan "r" kemur "us-" fyrir sem "ur-":

ur-ráisjan wv.1. to raise, rouse up, wake
ur-reisan sv.1. to arise
ur-rinnan sv.3. to proceed, go out from, go forth, rise, spring up

ur-rists sf. a running out, departure, decease
ur-runs sm. a running out, a rising, draught; hence East (ON Austr)

Síðan hefur gamla gotneska forsetningin "us", sem stýrir þágufalli
eins og í íslenzku, breyzt í "ur" undir áhrifum frá "r" í myndum
eins og "ur-rists" og e.t.v. öðrum hljóðbreytingum þar sem "r" kom í
stað fyrir "s". Úr "ur" komu fornmyndirnar "ýr" og "ór" og úr þeim
kom íslenzka myndin "úr". "R" var úrlagaríkt í sögu orðsins.

Úrlega þinn,
Konráð.