En þenna sama dag reið Atli son Úlfs hins skjálga norðan yfir heiði við
tólfta mann.
But that same day Atli, son of Ulfr the squinter rode from the north over
the heath as the twelfth man.

Hann varð var við fundinn og fór til og réð þegar til meðalgöngu og kvaðst
þeim veita mundu er að hans orðum vildi gera og þar kom að hann fékk skilið
þá því að hvorirtveggju voru mjög sárir.
He became aware of the battle and rode towards it and tried to make peace
and said he would help when they would do as he said and it happened that he
was able to part them because on both sides were many wounds.

Þar létust fimm menn af Þóri en fimmtán af Steinólfi.
There five of Thorir’s men died, but fifteen of Steinolfr’s.

Þar heitir Grásteinsdæld er þeir börðust upp frá Bæ.
It is called Greystone’s dale there where they fought, up from Boer.

Atli fylgir þeim Steinólfi heim í Bæ og voru bundin sár þeirra.
Atli follows them, Steinolfr and company, home to Boer and their wounds were
bound.

Þeir Þórir riðu vestur heim og voru allir sárir og engi maður komst ósár af
þeim fundi.
They, Thorir and company, rode west home and all were wounded and no man
came (away) without a wound from that battle.

Um daginn eftir fór Steinólfur heim suður til Fagradals og lá lengi í sárum
um haustið og greri seint.
During the next day Steinolfr went home south to Fairdale and lay a long
time (incapacitated) from wounds during the fall and healed slowly.

En um veturinn sló í verk og rifnuðu aftur þá er gróin voru og dó hann af
þeim sárum.
But during the winter (he) began to work? and those (wounds) opened back up
which were healing and he died of those wounds.

Þórir hafði og mjög sár orðið og greru hans sár skjótt.
Thorir also had received a serious wound and his wound healed quickly.

En eftir þenna fund tók Þórir skapskipti.
And after this battle Thorir had a change of mind.

Gerðist hann þá mjög illur viðfangs.
He became then very hard to deal with.

Það haust hurfu kistur þær er hann hafði gera látið að Valshellisgulli og
vissi engi síðan hvað af þeim var orðið.
That fall those chests (or coffins) which he had had built at Valhellisgulli
disappeared and no one knew afterwards what had become of them.

20. kafli
Nú er frá því að segja að til hefnda eftir Steinólf var Þorsteinn son hans
og þeir feðgar, Sleitu-Björn og Þjóðrekur dótturson Steinólfs.
Now (I will) tell of the vengeance for Steinolfr which was for Thorsteinn,
his son, and those father and son, Sleitu-Bjorn and Thjodrekr, Steinolfr’s
grandson.

Atli Úlfsson leitaði um sætt með þeim og vildu Saurbæingar ekki sættast ef
eigi færu þeir utan er mest höfðu gengið að vígum þeim.
Atli Ulfsson sought reconciliation with them and the Sauerbae folk did not
want reconciliation if those did not go abroad (into exile) who mostly had
gone to the slaying.
Þórir vildi ekki utan fara.
Thorir did not want to go abroad.

Var Steinólfur bættur fé miklu.
Steinolfr was compensated for with much wealth.

En Guðmundur og Vafspjara-Grímur, Vöflu-Gunnar og Óttar skyldu utan fara og
vera brott lengi...
But Gudmundr and Vafspjara-Grimr, Voflu-Gunnar and Ottar should go abroad
and be away a long time…

(Hér vantar eitt blað í handritið.)
(One page of the manuscript is missing here.)

... gátu eigi fylgt honum o... er hann sá bardagann hamaðist hann. En er
hann kom ofan á fjöruna þá féll Steinn niður ... vörðust af skipinu.

…not able to pursue him … when he saw the fight he raged like a berserker.
And when he came down to the beach, then Steinn fell down ….defended
themselves from the ship.

Grace Hatton
Hawley, PA