Eftir það riðu þeir Þórir í brott og er þeir voru skammt komnir sáu þeir þrjá menn ríða frá Bæ og var einn í blárri kápu. Það var Hallur, Loðinn og Galti. Þórir keyrir þegar hestinn sporum er hann sá þá og ríður frá sínum mönnum. Hann gat farið þá hjá Steinólfsdal og varð þó eigi höggfæri við Hall. Þórir skaut eftir honum spjóti og kom í söðulbogann og þegar í gegnum og svo í bak Halli. Hann snarast við og kippti í brott spjótinu. Þá hjó Galti til Þóris en Hallur reið undan sem hann mátti. Þórir hljóp þá af baki og er svo sagt að hann hamaðist þá hið fyrsta sinn. Galti var og hamrammur og var þeirra atgangur hinn harðasti. Fór Galti þá undan en Þórir sótti eftir. Loðinn þóttist engan hlut að mega eiga og reið hann eftir Halli. En þar kom að Þórir bar af Galta. Þar heitir nú Galtardalur.
Þá hljóp Þórir á hestinn og var mjög móður. Hann reið þá að leita Halls og fann hann örendan við túngarð á Hofstöðum. Hann hafði látist af sári því er Þórir hafði veitt honum og fallið þar af baki. Þórir fór til móts við félaga sína, riðu síðan heim vestur yfir Þorskafjörð. Hann bauð Hyrning sætt eftir föður sinn en hann tók því vel. Fór hann á Hofstaði og tók þar við búi og var hann beturfeðrungur. Var hann aldrei í mótgangi við Þóri.
19. kafli
Steinólfur sat í búi sínu og þóttist þungar fréttir hafa um fjörðinn. Hann var svo var um sig að hann var aldrei fyrir vestan fjörð næturgestur. Hann setti annan mann fyrir búið í Bæ að annast þar um. Þórir sat nú um kyrrt og var honum allmikill hugur á að finna Steinólf en þóttist eigi föng á hafa að sækja hann suður um fjörð fyrir liðsafla sakir.
================ And the above passage divided by sentences ================
Eftir það riðu þeir Þórir í brott og er þeir voru skammt komnir sáu þeir þrjá menn ríða frá Bæ og var einn í blárri kápu.
Það var Hallur, Loðinn og Galti.
Þórir keyrir þegar hestinn sporum er hann sá þá og ríður frá sínum mönnum.
Hann gat farið þá hjá Steinólfsdal og varð þó eigi höggfæri við Hall.
Þórir skaut eftir honum spjóti og kom í söðulbogann og þegar í gegnum og svo í bak Halli.
Hann snarast við og kippti í brott spjótinu.
Þá hjó Galti til Þóris en Hallur reið undan sem hann mátti.
Þórir hljóp þá af baki og er svo sagt að hann hamaðist þá hið fyrsta sinn.
Galti var og hamrammur og var þeirra atgangur hinn harðasti.
Fór Galti þá undan en Þórir sótti eftir.
Loðinn þóttist engan hlut að mega eiga og reið hann eftir Halli.
En þar kom að Þórir bar af Galta.
Þar heitir nú Galtardalur.
Þá hljóp Þórir á hestinn og var mjög móður.
Hann reið þá að leita Halls og fann hann örendan við túngarð á Hofstöðum.
Hann hafði látist af sári því er Þórir hafði veitt honum og fallið þar af baki.
Þórir fór til móts við félaga sína, riðu síðan heim vestur yfir Þorskafjörð.
Hann bauð Hyrning sætt eftir föður sinn en hann tók því vel.
Fór hann á Hofstaði og tók þar við búi og var hann beturfeðrungur.
Var hann aldrei í mótgangi við Þóri.
19. kafli
Steinólfur sat í búi sínu og þóttist þungar fréttir hafa um fjörðinn.
Hann var svo var um sig að hann var aldrei fyrir vestan fjörð næturgestur.
Hann setti annan mann fyrir búið í Bæ að annast þar um.
Þórir sat nú um kyrrt og var honum allmikill hugur á að finna Steinólf en þóttist eigi föng á hafa að sækja hann suður um fjörð fyrir liðsafla sakir.