Eftir það fóru þeir Steinólfur heim til bæjarins og fundust þeir Hallur þar. 

After that, Steinolfr (and the others) go home to the village, and they met Hallr there.


Þeir rændu þar fé nokkuru og fóru síðan ofan með ánni og ætla til skipsins.

They plunded some livestock/money there, and they then went down by the river and intend to (go on) the ship.


Þórir kom í Tungu litlu síðar en þeir Steinólfur voru brott farnir. 

Thorir arrived in Tungu a little later, and Steinolfr (and others) were away travelling.


Varð hann þá vís þeirra tíðinda er þar höfðu gerst. 

He then ascertained the events that had happened there.    (Z. víss 1: verða e-s v., to ascertain, become aware of)


Þórir varð allreiður og keyrði hestinn sporum í ákafa og svo hver að öðrum. 

Thorir was very angry and impetuously put spurs to his horse and so (did) each (one) to the other (horses)    (Z. keyra 1: k. hest sporum = to put spurs to a horse)


Þórir varð skjótastur. 

Thorir was fastest.


Hann gat farið fjóra menn af liði Steinólfs og drap þá alla. 

He was able to overtake four men of Steinolfr's company, and he killed them all.


En er hann kom á bakkana voru þeir Steinólfur á skip komnir. 

When he arrived at the river bank, Steinolfr (and others) were on a ship arriving.


Þórir eggjar Steinólf á land að ganga.

Thorir eggs on Steinolfr to to to land.


"Nú munum vér herma orð yður að þar skal meira fyrir verða að hefna Ketilbjarnar en að vér göngum á land upp undir vopn yður."

"Now we will report your words that there shall more be a hindrance to avenge Ketlilbjorn than that we go to land up under your weapon."  (?)


Þórir mælti: "Eg veit eigi hvers mér verður af auðið um hefnd eftir Ketilbjörn en hafa skal eg vilja til."

Thorir said: "I don't know what more has bad luck in a thing concerning revenge for Ketilbjorn, but I shall have a desire to."       (Z. afauðit: e-m verðr afauðit um e-t = one has bad luck (fails) in a thing


Þeir Steinólfur reru út til Króksfjarðarness. 

Steinolfr (and the others) rowed out to Krokfjardarness.


Þórir sneri á Völvustaði í Kambsheiði. 

Thorir went to Volvustad in Kambsheidi.


Þar bjó Heimlaug völva. 

Prophetess Heimlaug lived there.


Þórir gaf henni fingurgull og bað hana liðveislu og ráðagerðar. 

Thorir gave her a gold ring and asked her support and plans (i.e., what plans she would advise Thorir).


Hún lagði það til ráðs að hann fari fyrst að heygja Ketilbjörn en kveðst mundu gera honum njósn ef hún frétti nokkuð til tíðinda. 

She furnished that advice that he should go first to bury Ketilbjorn, and said for herself would do scouting (for) him if she got some news.


Þórir gerði sem hún lagði ráð til. 

Thorir did then as she advised.


Þeir Steinólfur lágu undir Króksfjarðarnesi þar til er Þórir reið aftur. 

Steinolfr (et al) lay at anchor under Kroksfjardarness, until Thorir rode back.


Gengu þeir Grímur þar af skipi. 

Grimr and the others went off the ship there.


Fór Grímur heim en Hallur í Bæ.

Grimr went home, and Hallr to Bae (Farm).


Þá sendi Heimlaug orð Þóri fram í Tungu að Grímur var heim kominn. 

Then Haimlaug sends word to Thori from Tungu that Grimr had come home.


Riðu þeir Þórir þá á Völlu og brutu þar upp hurðir, gengu inn síðan. 

Thorir and the others then rode to Vollu, and they forced open the doors, then went inside.


Þeir Grímur fengu vopn sín og vörðust drengilega. 

Grimr and the others got their weapons and defended themselves bravely.


Var þar hin harðasta atsókn því að Þórir var allreiður og lauk svo að Grímur féll og húskarlar hans tveir en Hergils son hans komst út um laundyr og varð Gunnar var við hann og hljóp eftir og vó hann þar er nú heita Hergilsgrafir.

It was the hardest fought battle because Thorir was very angry and it ended so that Grimr died, and his two men servants, but Hergil's son got out by a secret door, and it happened Gunnar was against him and ran after and slew him there where it is now called Hergil's-grave.