Happy Labor Day to everyone celebrating that holiday! Here's this week's passage to labor over:



Eftir það fóru þeir Steinólfur heim til bæjarins og fundust þeir Hallur þar. Þeir rændu þar fé nokkuru og fóru síðan ofan með ánni og ætla til skipsins.


Þórir kom í Tungu litlu síðar en þeir Steinólfur voru brott farnir. Varð hann þá vís þeirra tíðinda er þar höfðu gerst. Þórir varð allreiður og keyrði hestinn sporum í ákafa og svo hver að öðrum. Þórir varð skjótastur. Hann gat farið fjóra menn af liði Steinólfs og drap þá alla. En er hann kom á bakkana voru þeir Steinólfur á skip komnir. Þórir eggjar Steinólf á land að ganga.


"Nú munum vér herma orð yður að þar skal meira fyrir verða að hefna Ketilbjarnar en að vér göngum á land upp undir vopn yður."


Þórir mælti: "Eg veit eigi hvers mér verður af auðið um hefnd eftir Ketilbjörn en hafa skal eg vilja til."


Þeir Steinólfur reru út til Króksfjarðarness. Þórir sneri á Völvustaði í Kambsheiði. Þar bjó Heimlaug völva. Þórir gaf henni fingurgull og bað hana liðveislu og ráðagerðar. Hún lagði það til ráðs að hann fari fyrst að heygja Ketilbjörn en kveðst mundu gera honum njósn ef hún frétti nokkuð til tíðinda. Þórir gerði sem hún lagði ráð til. Þeir Steinólfur lágu undir Króksfjarðarnesi þar til er Þórir reið aftur. Gengu þeir Grímur þar af skipi. Fór Grímur heim en Hallur í Bæ.


Þá sendi Heimlaug orð Þóri fram í Tungu að Grímur var heim kominn. Riðu þeir Þórir þá á Völlu og brutu þar upp hurðir, gengu inn síðan. Þeir Grímur fengu vopn sín og vörðust drengilega. Var þar hin harðasta atsókn því að Þórir var allreiður og lauk svo að Grímur féll og húskarlar hans tveir en Hergils son hans komst út um laundyr og varð Gunnar var við hann og hljóp eftir og vó hann þar er nú heita Hergilsgrafir.


================ And the above passage divided by sentences ================


Eftir það fóru þeir Steinólfur heim til bæjarins og fundust þeir Hallur þar. 



Þeir rændu þar fé nokkuru og fóru síðan ofan með ánni og ætla til skipsins.



Þórir kom í Tungu litlu síðar en þeir Steinólfur voru brott farnir. 



Varð hann þá vís þeirra tíðinda er þar höfðu gerst. 



Þórir varð allreiður og keyrði hestinn sporum í ákafa og svo hver að öðrum. 



Þórir varð skjótastur. 



Hann gat farið fjóra menn af liði Steinólfs og drap þá alla. 



En er hann kom á bakkana voru þeir Steinólfur á skip komnir. 



Þórir eggjar Steinólf á land að ganga.



"Nú munum vér herma orð yður að þar skal meira fyrir verða að hefna Ketilbjarnar en að vér göngum á land upp undir vopn yður."



Þórir mælti: "Eg veit eigi hvers mér verður af auðið um hefnd eftir Ketilbjörn en hafa skal eg vilja til."



Þeir Steinólfur reru út til Króksfjarðarness. 



Þórir sneri á Völvustaði í Kambsheiði. 



Þar bjó Heimlaug völva. 



Þórir gaf henni fingurgull og bað hana liðveislu og ráðagerðar. 



Hún lagði það til ráðs að hann fari fyrst að heygja Ketilbjörn en kveðst mundu gera honum njósn ef hún frétti nokkuð til tíðinda. 



Þórir gerði sem hún lagði ráð til. 



Þeir Steinólfur lágu undir Króksfjarðarnesi þar til er Þórir reið aftur. 



Gengu þeir Grímur þar af skipi. 



Fór Grímur heim en Hallur í Bæ.



Þá sendi Heimlaug orð Þóri fram í Tungu að Grímur var heim kominn. 



Riðu þeir Þórir þá á Völlu og brutu þar upp hurðir, gengu inn síðan. 



Þeir Grímur fengu vopn sín og vörðust drengilega. 



Var þar hin harðasta atsókn því að Þórir var allreiður og lauk svo að Grímur féll og húskarlar hans tveir en Hergils son hans komst út um laundyr og varð Gunnar var við hann og hljóp eftir og vó hann þar er nú heita Hergilsgrafir.