Nú er að segja frá Ketilbirni að þeir fundu eigi fyrr en húsin voru tekin á þeim.
Now we take up the story concerning Ketilbjorn, that they didn't meet before the house was taken by them.
Þeir Ásmundur tóku vopn sín.
Asmundr (and others) took their weapons.
Gekk Ketilbjörn út í dyrin og sá að eldur var borinn að dyrum.
Ketilbjorn went outdoors and saw that the doors had been set fire to.
Hann spyr hverjir fyrir eldinum ættu að ráða.
He asks who would have ordered the fire. (Z. ráða 16: r. fyrir e-u, to command, have authority over, be master of (r. fyrir skipi, hofi, fé, eldi))
Steinólfur kvaðst fyrir eldi ráða.
Steinolfr said for himself to have ordered the fire.
Ketilbjörn mælti: "Hér mun þér þykja skaplegur fundur vor eða skal nokkurum mönnum leyfa útgöngu?"
Ketilbjorn said: "Here it will seem to me fit our battle or shall some men permit going out?"
Steinólfur bað konur út ganga en ekki fleira.
Steinolfr asked a women to go out but not several.
Eftir það gengu þær út en eldur tók að leika húsin.
After that they go out, but (the) flames began to lick the house.
Þeir Ásmundur og Ketilbjörn gengu undan einn vegg og komust þar út.
Asmundr and Ketilbjorn escaped one way and came out there.
Hlupu þeir Steinólfur og Hallur þangað og slógu hring um þá.
Steinolfr and Hallr ran there, and they surrounded them. (Z. slá 6: slá hring um = to surround)
Þar voru þegar drepnir þrír menn af Ketilbirni en hann vó tvo menn.
Three men of Ketilbjorn's were killed there, and he slew two men.
Ásmundur hljóp að Halli og hjó til hans en maður hljóp fyrir hann og fékk sá bana.
Asmundr leapt at Hall and hacked at him, but a man ran in front of him and suffered the death.
Þá hljóp Ásmundur út yfir mannhringinn en Ketilbjörn annan veg.
Then Asmundr ran out through the circle of men, and Ketibjorn (escaped) another way.
Hallur hljóp eftir Ásmundi og hans félagar en Steinólfur eftir Ketilbirni.
Hallr ran after Asmundr and his companions, and Steinolfr after Ketilbjorn.
Ásmundur hljóp á hól einn og varðist þaðan.
Asmundr ran to a hill and defended himself from there.
Þeir Hallur gengu upp á hólinn en Ásmundur réð í mót og hjó til Halls.
Hallr and others went up to the hill, and Asmundr attacked and struck at Hall.
Hann brá við skildinum.
He warded off (the blow) with his shield.
Þá hjó einn af Halls mönnum til Ásmundar og kom á hjálminn.
Then one of Hallr's men struck at Asmundr, and (the blow) landed on his helmet.
Hann rasaði við höggið og lagði sverðinu til þess er hjó og þegar í gegnum hann.
He rushed on headlong against the stroke and thrust his sword at the one who stuck (at him) and at once in his middle.
Eftir það hjó Hallur til Ásmundar og kom á hálsinn svo að af tók höfuðið.
After that Hallr struck at Asmundr, and (the sword) landed on his neck and so took off his head.
Var hann þar dysjaður og heitir þar Ásmundarhvoll.
He was buried in a cairn there, and at that place it is called Asmundarhvoll.
En Ketilbjörn hljóp út til árinnar.
And Ketilbjorn ran out to the river.
En þar var svo háttað að steinn stóð í ánni og var Ketilbjörn þar vanur að hlaupa á steininn og þaðan yfir ána en það var ekki annarra manna hlaup.
And there it was of that nature that a stone stood in the river, and Ketilbjorn was accustomed there to leap to the stone and then over the river, but it was no other man's (ability to make that) leap.
Það heitir síðan Ketilbjarnarhlaup.
Since then it is called Ketilbjorn's-leap.
Þeir Steinólfur runnu eftir honum til árinnar.
Steinolfr and others ran after him to the river.
Ketilbjörn hljóp á steininn og gat eigi festan sig á steininum.
Ketlibjorn leapt to a stone and wasn't able to stick fast to the stone.
Hljóp hann þá aftur yfir ána og í því kom Steinólfur að, hjó á fótinn svo að af tók í ökklaliðnum.
He then jumped back over the river and at that (moment) Steinolfr arrived there, hacked at his foot, and so took (it) off at the ankle-joint.
Ketilbjörn féll eigi við höggið og hnekkti þá í mót þeim og vó tvo áður hann féll.
Ketilbjorn didn't die from the blow and drove back against them, and (he) slew two before he died.