Nú er að segja frá Ketilbirni að þeir fundu eigi fyrr en húsin voru tekin á þeim. Þeir Ásmundur tóku vopn sín. Gekk Ketilbjörn út í dyrin og sá að eldur var borinn að dyrum. Hann spyr hverjir fyrir eldinum ættu að ráða. Steinólfur kvaðst fyrir eldi ráða.


Ketilbjörn mælti: "Hér mun þér þykja skaplegur fundur vor eða skal nokkurum mönnum leyfa útgöngu?"


Steinólfur bað konur út ganga en ekki fleira. Eftir það gengu þær út en eldur tók að leika húsin. Þeir Ásmundur og Ketilbjörn gengu undan einn vegg og komust þar út. Hlupu þeir Steinólfur og Hallur þangað og slógu hring um þá. Þar voru þegar drepnir þrír menn af Ketilbirni en hann vó tvo menn. Ásmundur hljóp að Halli og hjó til hans en maður hljóp fyrir hann og fékk sá bana.


Þá hljóp Ásmundur út yfir mannhringinn en Ketilbjörn annan veg. Hallur hljóp eftir Ásmundi og hans félagar en Steinólfur eftir Ketilbirni. Ásmundur hljóp á hól einn og varðist þaðan. Þeir Hallur gengu upp á hólinn en Ásmundur réð í mót og hjó til Halls. Hann brá við skildinum. Þá hjó einn af Halls mönnum til Ásmundar og kom á hjálminn. Hann rasaði við höggið og lagði sverðinu til þess er hjó og þegar í gegnum hann. Eftir það hjó Hallur til Ásmundar og kom á hálsinn svo að af tók höfuðið. Var hann þar dysjaður og heitir þar Ásmundarhvoll.


En Ketilbjörn hljóp út til árinnar. En þar var svo háttað að steinn stóð í ánni og var Ketilbjörn þar vanur að hlaupa á steininn og þaðan yfir ána en það var ekki annarra manna hlaup. Það heitir síðan Ketilbjarnarhlaup. Þeir Steinólfur runnu eftir honum til árinnar. Ketilbjörn hljóp á steininn og gat eigi festan sig á steininum. Hljóp hann þá aftur yfir ána og í því kom Steinólfur að, hjó á fótinn svo að af tók í ökklaliðnum. Ketilbjörn féll eigi við höggið og hnekkti þá í mót þeim og vó tvo áður hann féll.


================ And the above text divided by sentences ================


Nú er að segja frá Ketilbirni að þeir fundu eigi fyrr en húsin voru tekin á þeim. 



Þeir Ásmundur tóku vopn sín. 



Gekk Ketilbjörn út í dyrin og sá að eldur var borinn að dyrum. 



Hann spyr hverjir fyrir eldinum ættu að ráða. 



Steinólfur kvaðst fyrir eldi ráða.



Ketilbjörn mælti: "Hér mun þér þykja skaplegur fundur vor eða skal nokkurum mönnum leyfa útgöngu?"



Steinólfur bað konur út ganga en ekki fleira. 



Eftir það gengu þær út en eldur tók að leika húsin. 



Þeir Ásmundur og Ketilbjörn gengu undan einn vegg og komust þar út. 



Hlupu þeir Steinólfur og Hallur þangað og slógu hring um þá. 



Þar voru þegar drepnir þrír menn af Ketilbirni en hann vó tvo menn. 



Ásmundur hljóp að Halli og hjó til hans en maður hljóp fyrir hann og fékk sá bana.



Þá hljóp Ásmundur út yfir mannhringinn en Ketilbjörn annan veg. 



Hallur hljóp eftir Ásmundi og hans félagar en Steinólfur eftir Ketilbirni. 



Ásmundur hljóp á hól einn og varðist þaðan. 



Þeir Hallur gengu upp á hólinn en Ásmundur réð í mót og hjó til Halls. 



Hann brá við skildinum. 



Þá hjó einn af Halls mönnum til Ásmundar og kom á hjálminn. 



Hann rasaði við höggið og lagði sverðinu til þess er hjó og þegar í gegnum hann. 


 

Eftir það hjó Hallur til Ásmundar og kom á hálsinn svo að af tók höfuðið. 



Var hann þar dysjaður og heitir þar Ásmundarhvoll.



En Ketilbjörn hljóp út til árinnar. 



En þar var svo háttað að steinn stóð í ánni og var Ketilbjörn þar vanur að hlaupa á steininn og þaðan yfir ána en það var ekki annarra manna hlaup. 



Það heitir síðan Ketilbjarnarhlaup. 



Þeir Steinólfur runnu eftir honum til árinnar. 



Ketilbjörn hljóp á steininn og gat eigi festan sig á steininum. 



Hljóp hann þá aftur yfir ána og í því kom Steinólfur að, hjó á fótinn svo að af tók í ökklaliðnum. 



Ketilbjörn féll eigi við höggið og hnekkti þá í mót þeim og vó tvo áður hann féll.