I hope that everyone is well and ready to work on the translations again after our break!


16. kafli


Þórir sat í búi sínu og hafði fjölmenni mikið. Kvikfé hans gekk mjög í landi Hrómundar í Gröf en þar fyrir var Þórir því vanur að hann gaf Hrómundi gelding hvert haust en lamb á vorum. Það fé varð gamalt og gekk með mörkum Þóris.


Það var eitt haust að Þórir vandar um við rétt og varð þeim að orðum. En er Vöflu-Gunnar heyrði orð þeirra hljóp hann upp að Hrómundi og hjó til hans og varð þegar að vígi. Þessu varð Þórir svo reiður að hann rak Gunnar í brott og fór hann þá í Múla til þeirra Gríms. En þeir gáfu honum bólstað í Þorskafjarðardal þar er nú heitir á Gunnarsstöðum og gerði þar bú en var stundum með Ketilbirni.



17. kafli


Þormóður hét maður norðlenskur. Hann stökk norðan fyr víga sakir. Hann kemur á Hjalla til Helga og skorar á hann til vistar. En Helgi játti að taka við honum ef hann sætti áverkum við Þóri ef hann kæmi í færi. Þessu játar Þormóður.


En það var litlu síðar er Þórir reið Kinnskæ hinum gamla yfir Þorskafjörð. Þormóður var við sétta mann og var fólginn í þangi þar er Þórir skyldi á land ríða. Og er hann reið af vaðlinum hljóp Þormóður upp og lagði til hans og kom lagið í síðu á hestinum og hljóp millum rifjanna. Þórir hljóp af baki hestinum en hesturinn ærðist og hljóp út á sjóinn. Þórir brá sverði og hjó Þormóð banahögg. Þá hlupu þeir Helgi ofan í fjöruna og skaut Þórir spjóti í gegnum þann er fyrstur fór. En er þeir Helgi sáu að tveir eru fallnir, snýr þá síns vegar hver þeirra. Þórir hljóp eftir Helga og elti hann út til Kálfár og vó hann undir Helgasteini út frá Hjöllum. Eftir það fór Þórir heim. Þar heitir nú Þormóðstangi er hann féll við sjóinn en Hesttangi þar er Kinnskær kom á land.



================ The above text divided by sentences ================


16. kafli


Þórir sat í búi sínu og hafði fjölmenni mikið. 



Kvikfé hans gekk mjög í landi Hrómundar í Gröf en þar fyrir var Þórir því vanur að hann gaf Hrómundi gelding hvert haust en lamb á vorum. 



Það fé varð gamalt og gekk með mörkum Þóris.



Það var eitt haust að Þórir vandar um við rétt og varð þeim að orðum. 



En er Vöflu-Gunnar heyrði orð þeirra hljóp hann upp að Hrómundi og hjó til hans og varð þegar að vígi. 



Þessu varð Þórir svo reiður að hann rak Gunnar í brott og fór hann þá í Múla til þeirra Gríms. 



En þeir gáfu honum bólstað í Þorskafjarðardal þar er nú heitir á Gunnarsstöðum og gerði þar bú en var stundum með Ketilbirni.




17. kafli


Þormóður hét maður norðlenskur. 



Hann stökk norðan fyr víga sakir. 



Hann kemur á Hjalla til Helga og skorar á hann til vistar. 



En Helgi játti að taka við honum ef hann sætti áverkum við Þóri ef hann kæmi í færi. 



Þessu játar Þormóður.



En það var litlu síðar er Þórir reið Kinnskæ hinum gamla yfir Þorskafjörð. 



Þormóður var við sétta mann og var fólginn í þangi þar er Þórir skyldi á land ríða. 



Og er hann reið af vaðlinum hljóp Þormóður upp og lagði til hans og kom lagið í síðu á hestinum og hljóp millum rifjanna. 



Þórir hljóp af baki hestinum en hesturinn ærðist og hljóp út á sjóinn. 



Þórir brá sverði og hjó Þormóð banahögg. 



Þá hlupu þeir Helgi ofan í fjöruna og skaut Þórir spjóti í gegnum þann er fyrstur fór. 



En er þeir Helgi sáu að tveir eru fallnir, snýr þá síns vegar hver þeirra. 



Þórir hljóp eftir Helga og elti hann út til Kálfár og vó hann undir Helgasteini út frá Hjöllum. 



Eftir það fór Þórir heim. 



Þar heitir nú Þormóðstangi er hann féll við sjóinn en Hesttangi þar er Kinnskær kom á land.