Knútur bóndi á Knútsstöðum sá að þeir Steinólfur reru fyrir landið.
Yeoman Knut at Knut’s steads saw that Steinolf and company rowed for land.

Hann kenndi skipið og sendir þegar menn í Fagradal og stefndi mönnum til
naustanna.
He recognized the ship and sends men at once to Fairdale and summoned men to
the boat shed.

Hann fór og þangað með sína menn.
He went thither also with his men.

Steinólfur stillir svo til um róðurinn að þeir yrðu mjög jafnskjótir til
lands og Þórarinn með sínum mönnum.
Steinolfr moderates thus with the rowing that they came forth to land at the
same time as Thorarinn with his men.

Gengu þeir Kjallakur þegar upp frá skipi og námu staðar á ströndunni.
Kjallakr and his men went up from the ship at once and stopped on the beach.

Þórarinn eggjar þá sína menn til uppgöngu.
Then Thorarinn urged his men to go up.

Voru þeir tveir tigir en þeir Steinólfur hálfur þriðji tugur.
They were twenty, but Steinolfr and his men were fifteen.

Þar varð harður bardagi á eyrinni.
A fierce fight happened there on the sand bank.

Og er þeir höfðu skamma stund barist kom Knútur við fimmtánda mann og veitti
Steinólfi og sneri þá skjótt mannfallinu á hendur þeim Þórarni og féll hann
þar og níu menn með honum en fimm af Steinólfi.
And when they had fought for a short time, Knut came with fourteen men and
helped Steinolfr and the manslaughter turns then quickly against Thorarinn
and his men and he fell there and nine men with him, but five of Steinolfr’s.




Þeir hlupu á kaf er eftir voru og tóku þeir Þórir þá af sundi er þeir komu
eftir og drógu upp í skip sitt.
They plunged into the water, (those) who were left and Thorir and company
took them from the sound when they came along and drew (them) up into their
ship.

Þeir Gunnar og Ketilbjörn vildu þegar að landi leggja en Þórir bannar þeim
og heldur Gunnari.
Gunnar and Ketilbjorn wanted to land at once, but Thorir forbids them and
restrains Gunnar.

En Ketilbjörn hljóp í framstafn á skipi Steinólfs og dró að sér.
But Ketilbjorn leaped from the prow to Steinolf’s ship and drew (it?)
towards himself.

Skutu þeir þá við forkum og fluttust frá landi.
They shot then with poles for punting and moved away from land.

Þeir Steinólfur hlupu þá ofan á fjöruna og eggja Þóri upp að ganga á land en
hann kvað þeim meira mundu fyrir verða "að standa yfir höfuðsvörðum mínum."
Steinolfr and his men ran then down upon the beach and urge Thorir up to go
ashore but he said to better more would be “to stand over my bodyguards.”

Reri hann þá vestur yfir fjörð með bæði skipin en hinir þóttust eigi
skipakost til hafa að róa eftir þeim.
He rows then west over the fjord with both ships, but the others thought
themselves to have a naval force to row after them.

Þórir lenti við Langeyri og lágu þar níu menn dauðir og allir af Ólafsdælum.
Thorir landed at Long island and nine men lay there dead and all from Olaf’s
dales.

Þorvaldur var græðandi og var í brott fluttur.
Thorvald was healing? and was carried away.

Sex menn voru þar dauðir er þeir höfðu fyrst fundist.
Six men were dead there who they had met first.

En lið það er Steinólfur hafði séð mart lið fara frá Gróstöðum, það voru
naut Gró og breiddi hún klæði á hornin.
But that morning?? when Steinolfr had seen a great host to go from Groa’s
steads, it was a gift of Groa and she spread cloth to the horn???

En mannföll þessi eru sögð eftir kumlum þeim er fundin eru þar er
bardagarnir hafa verið.
And this manslaughter was related after those wounded who were found there
where the battle had been.

Eftir þessi tíðindi fór Þórir heim til bús síns og fóru þá menn í millum og
varð griðum á komið um síðir.
After these tidings, Thorir went home to his farm and men went between and a
truce happened to come about later.

Ekki var þessi sætt í saksóknir færð því að þessi tíðindi urðu fyrr en
Úlfljótur flutti lög til Íslands út.
This agreement was not brought in a lawsuit because these happenings came
before Ulfjotr brought the law out to Iceland.

Grace Hatton
Hawley, PA