It's good to be starting up on the translations again! Here is this week's:


Þórir bað sína menn hlífa sér og gæta síns sem best. Tókst þá ei mannfallið allskjótt. Þá kom Halldór til liðs við Þóri við tólfta mann. Þeir börðust nú um hríð. Urðu menn sárir af hvorum tveggjum. Og þá komu njósnarmenn þeirra Steinólfs og segja að eigi mundu færri menn ríða inn fyrir Króksfjarðarmúla en fimm tigir. Þeir segja og mikið lið ríða frá Gróstöðum.


Þá kallar Steinólfur á sína menn og biður þá halda til skipa og láta þau gæta sín. Snúa þeir Kjallakur þá út undir bakkana og til skipa sinna en hinir hlupu eftir þeim. Skipið var uppi fjarað. Þeir Jósteinn hrundu fram skipinu en Þorvaldur bróðir hans hélt upp bardaganum á eyrinni við Þóri. Vöflu-Gunnar kom að þar er Jósteinn hafði flotað skipinu og hjó hann í sundur í miðju við saxinu en brýndi upp skipinu. Þeir Þórarinn koma þá á eyrina er Þorvaldur var fallinn og flestir allir hans menn.


Hann bað menn hætta að drepa niður forystulausa menn: "Höldum heldur eftir þeim Steinólfi og látum nú sverfa til stáls með oss."


Þórir kvað þá fyrr ná mundu skipum sín en þeir yrðu teknir. Þórarinn kveðst eiga teinæring "er marga menn mun bera og eltum þá suður yfir fjörð."


Þórir bað hann ráða en kveðst svo hugur um segja að þá væri best að skilja. En Þórarinn vill ekki annað en að fara eftir þeim. Reið hann heim til skips með tuttugasta mann en Þórir gekk á skip með nokkura menn. Menn Þóris voru bæði sárir og vígmóðir og gekk seint róðurinn. En Þórarinn sótti ákaft róðurinn og hans menn er þeir voru hvíldir og drógu skjótt eftir þeim Steinólfi og Kjallaki.


Steinólfur bað þá ei undan róa að þeir hyrfu fyrir það aftur er eftir sóttu "því að vera kann að þeir nenni eigi að bíða hinna er eftir róa og mætti áður umskipti verða áður félagar þeirra kæmu eftir."


================ And the above passage divided by sentences ================


Þórir bað sína menn hlífa sér og gæta síns sem best. 



Tókst þá ei mannfallið allskjótt. 



Þá kom Halldór til liðs við Þóri við tólfta mann. 



Þeir börðust nú um hríð. 



Urðu menn sárir af hvorum tveggjum. 



Og þá komu njósnarmenn þeirra Steinólfs og segja að eigi mundu færri menn ríða inn fyrir Króksfjarðarmúla en fimm tigir. 



Þeir segja og mikið lið ríða frá Gróstöðum.



Þá kallar Steinólfur á sína menn og biður þá halda til skipa og láta þau gæta sín. 



Snúa þeir Kjallakur þá út undir bakkana og til skipa sinna en hinir hlupu eftir þeim. 



Skipið var uppi fjarað. 



Þeir Jósteinn hrundu fram skipinu en Þorvaldur bróðir hans hélt upp bardaganum á eyrinni við Þóri. 



Vöflu-Gunnar kom að þar er Jósteinn hafði flotað skipinu og hjó hann í sundur í miðju við saxinu en brýndi upp skipinu. 



Þeir Þórarinn koma þá á eyrina er Þorvaldur var fallinn og flestir allir hans menn.



Hann bað menn hætta að drepa niður forystulausa menn: "Höldum heldur eftir þeim Steinólfi og látum nú sverfa til stáls með oss."


Þórir kvað þá fyrr ná mundu skipum sín en þeir yrðu teknir. 



Þórarinn kveðst eiga teinæring "er marga menn mun bera og eltum þá suður yfir fjörð."



Þórir bað hann ráða en kveðst svo hugur um segja að þá væri best að skilja. 



En Þórarinn vill ekki annað en að fara eftir þeim. 



Reið hann heim til skips með tuttugasta mann en Þórir gekk á skip með nokkura menn. 



Menn Þóris voru bæði sárir og vígmóðir og gekk seint róðurinn. 



En Þórarinn sótti ákaft róðurinn og hans menn er þeir voru hvíldir og drógu skjótt eftir þeim Steinólfi og Kjallaki.



Steinólfur bað þá ei undan róa að þeir hyrfu fyrir það aftur er eftir sóttu "því að vera kann að þeir nenni eigi að bíða hinna er eftir róa og mætti áður umskipti verða áður félagar þeirra kæmu eftir."