Hann reið nú úr Garpsdal og kom á Gróstaði. Gróa húsfreyja segir honum um skipin. Þórir gaf henni gullbaug en hún sendi þegar mann í Garpsdal að segja Halldóri að meiri von sé að Þórir þurfi manna við.


Þeir Þórir riðu út með hlíðum. Þá sáu þeir sex menn vera fyrir múlanum, vopnaðir. Litlu síðar sáu þeir hvar þeir fóru, Kjallakur og Steinólfur, neðan frá skipi og voru skjaldaðir. Þórir bað sína menn af baki stíga og dró á sig glófana Agnarsnauta og vill nú fara höndum um þá. En Vöflu-Gunnar keyrir hestinn sporum fram frá þeim og reið hina neðri leið. Hann sá sex menn fyrir sér. Þar voru þeir Blígur og Árni og þeirra félagar. Þeir réðu þegar í mót honum. Gunnar skaut spjóti til Árna áður hann hljóp af baki og kom spjótið í fang honum og þegar í gegnum hann. Eftir það hlaupa þeir að Gunnari er eftir voru og sækir Gunnar þá fimm. Er þeir sáu þá hvar þeir Ólafur og Þorgeir fóru neðan í brekkuna milli þeirra Þóris, og hlupu þá fjórir förunautar Blígs í lið með þeim en Blígur tók undan með rás og fékk Gunnar tekið hann í mýri einni og drap hann þar og heitir þar Blígsmýr og Blígsteinn þar sem hann var kasaður.


Í þann tíma finnast þeir Þórir og Þorgeir og eru þar nítján hvorir. Slær þar þegar í bardaga og snýr Þórir að Þorgeiri og höggur til hans með Hornhjalta og kemur á öxlina og sníður af höndina fyrir utan geirvörtuna. Ólafur faðir hans stóð að baki honum og kom blóðrefillinn í brjóst honum og renndi ofan í kviðinn svo að út féllu iðrin og létust þeir þar báðir feðgar af þessu höggvi. Ketilbjörn varð þegar manns bani er þeir fundust. Og í þessu komu þeir Kjallakur og Steinólfur með þrjá tigu manna. Þá kom Gunnar að og barðist alldjarflega. 


================ And the above text divided by sentences ================


Hann reið nú úr Garpsdal og kom á Gróstaði. 



Gróa húsfreyja segir honum um skipin. 



Þórir gaf henni gullbaug en hún sendi þegar mann í Garpsdal að segja Halldóri að meiri von sé að Þórir þurfi manna við.



Þeir Þórir riðu út með hlíðum. 



Þá sáu þeir sex menn vera fyrir múlanum, vopnaðir. 



Litlu síðar sáu þeir hvar þeir fóru, Kjallakur og Steinólfur, neðan frá skipi og voru skjaldaðir. 



Þórir bað sína menn af baki stíga og dró á sig glófana Agnarsnauta og vill nú fara höndum um þá. 



En Vöflu-Gunnar keyrir hestinn sporum fram frá þeim og reið hina neðri leið. 



Hann sá sex menn fyrir sér. 



Þar voru þeir Blígur og Árni og þeirra félagar. 



Þeir réðu þegar í mót honum. 



Gunnar skaut spjóti til Árna áður hann hljóp af baki og kom spjótið í fang honum og þegar í gegnum hann. 



Eftir það hlaupa þeir að Gunnari er eftir voru og sækir Gunnar þá fimm. 



Er þeir sáu þá hvar þeir Ólafur og Þorgeir fóru neðan í brekkuna milli þeirra Þóris, og hlupu þá fjórir förunautar Blígs í lið með þeim en Blígur tók undan með rás og fékk Gunnar tekið hann í mýri einni og drap hann þar og heitir þar Blígsmýr og Blígsteinn þar sem hann var kasaður.



Í þann tíma finnast þeir Þórir og Þorgeir og eru þar nítján hvorir. 



Slær þar þegar í bardaga og snýr Þórir að Þorgeiri og höggur til hans með Hornhjalta og kemur á öxlina og sníður af höndina fyrir utan geirvörtuna. 



Ólafur faðir hans stóð að baki honum og kom blóðrefillinn í brjóst honum og renndi ofan í kviðinn svo að út féllu iðrin og létust þeir þar báðir feðgar af þessu höggvi. 



Ketilbjörn varð þegar manns bani er þeir fundust. 



Og í þessu komu þeir Kjallakur og Steinólfur með þrjá tigu manna. 



Þá kom Gunnar að og barðist alldjarflega.