Það var eina nótt um vorið að Þórir mátti ei sofa. Hann gekk þá út og var regn mikið. Hann heyrði jarm þangað er stíað var. Þórir gekk þangað og sá á réttargarðinum að þar lágu kið tvö bundin og lömb tvö en í rétt sátu konur tvær. Þær léku að hnettafli og var taflið allt steypt af silfri en gyllt allt hið rauða. Þær brugðust við fast og urðu hræddar mjög. Þórir fékk tekið þær og setti niður hjá sér og spurði því að þær legðust á fé hans. Þær buðu allt á hans vald. Hann spurði hverjar þær væru. Það var önnur Kerling dóttir Styrkárs í Barmi en önnur kveðst vera dóttir Varða ofan úr Vörðufelli og nefndist hún flagðkona en hin hamhlaupa. Þórir gerði þá sætt með þeim að þær hefðu sauði með sér en hann taflið og það er þar fylgdi en á tuglunum taflpungsins var gullbaugur settur steinum en annar silfurbaugur var í borðinu. Þetta allt tók Þórir og skildu við það. Þá sætt hélt Frosta vel en Kerling illa.
Með þeim Eyjólfi í Múla og Helga á Hjöllum var fjandskapur mikill um beiting og beittu Hjallamenn fyrir Eyjólfi bæði tún og eng.
Það var einn veðurdag góðan að menn voru að heyverki í Múla að þeir sáu hvar maður reið sunnan yfir Þorskafjörð og að garði í Múla. En því var þessa við getið að þessi maður var öðruvís búinn en þeir menn er þar riðu hversdaglega. Hann hafði hjálm á höfði en skjöld á hlið gylltan. Hann reið í steindum söðli og hafði öxi rekna á öxl nær alnar fyrir munn. Hann reið ákafa mikinn og var hesturinn mjög móður. Og er hesturinn kom í garðshliðið var hann staðþrotinn. Þá hljóp maðurinn af baki og setti öxina í höfuð hestinum og var hann þegar dauður. Hann tók ekki af söðulinn og gekk heim eftir það. Eyjólfur bóndi spurði hann að nafni. Hann kveðst Gunnar heita, austfirskur maður að ætt, en kveðst Þóri finna vilja.
=============And the above passage divided by sentences ===============
Það var eina nótt um vorið að Þórir mátti ei sofa.
Hann gekk þá út og var regn mikið.
Hann heyrði jarm þangað er stíað var.
Þórir gekk þangað og sá á réttargarðinum að þar lágu kið tvö bundin og lömb tvö en í rétt sátu konur tvær.
Þær léku að hnettafli og var taflið allt steypt af silfri en gyllt allt hið rauða.
Þær brugðust við fast og urðu hræddar mjög.
Þórir fékk tekið þær og setti niður hjá sér og spurði því að þær legðust á fé hans.
Þær buðu allt á hans vald.
Hann spurði hverjar þær væru.
Það var önnur Kerling dóttir Styrkárs í Barmi en önnur kveðst vera dóttir Varða ofan úr Vörðufelli og nefndist hún flagðkona en hin hamhlaupa.
Þórir gerði þá sætt með þeim að þær hefðu sauði með sér en hann taflið og það er þar fylgdi en á tuglunum taflpungsins var gullbaugur settur steinum en annar silfurbaugur var í borðinu.
Þetta allt tók Þórir og skildu við það.
Þá sætt hélt Frosta vel en Kerling illa.
Með þeim Eyjólfi í Múla og Helga á Hjöllum var fjandskapur mikill um beiting og beittu Hjallamenn fyrir Eyjólfi bæði tún og eng.
Það var einn veðurdag góðan að menn voru að heyverki í Múla að þeir sáu hvar maður reið sunnan yfir Þorskafjörð og að garði í Múla.
En því var þessa við getið að þessi maður var öðruvís búinn en þeir menn er þar riðu hversdaglega.
Hann hafði hjálm á höfði en skjöld á hlið gylltan.
Hann reið í steindum söðli og hafði öxi rekna á öxl nær alnar fyrir munn.
Hann reið ákafa mikinn og var hesturinn mjög móður.
Og er hesturinn kom í garðshliðið var hann staðþrotinn.
Þá hljóp maðurinn af baki og setti öxina í höfuð hestinum og var hann þegar dauður.
Hann tók ekki af söðulinn og gekk heim eftir það.
Eyjólfur bóndi spurði hann að nafni.
Hann kveðst Gunnar heita, austfirskur maður að ætt, en kveðst Þóri finna vilja.