Þá brá Þórir Hornhjalta og hjó til Þorbjarnar en hann tók tveim höndum skjöldinn og bar upp við er að honum reið höggið og tók í sundur skjöldinn fyrir neðan mundriðann. Eftir það opar Þorbjörn inn undan og kom hurðunni í klofa. Sveif hann þá til stofunnar og kom aftur hurðunni og bar þar fyrir slíkt er hann fékk til. Þórir braut upp útihurðina og hljóp svo til stofudyranna. Hjón Þorbjarnar stóðu við hurðina en Þorbjörn reif upp stokk og reisti undir skjáinn og fór þar út og dró upp stokkinn og hélt síðan upp til fjalls. Þórir braut upp stofuhurðina og saknaði Þorbjarnar. Hljóp hann þá út skyndilega og sá för Þorbjarnar. Hélt Þórir eftir honum og varð fundur þeirra á hjalla einum. Varðist Þorbjörn þaðan alldrengilega með stokkinum því að vopn hans höfðu verið eftir í stofunni. En svo lauk að Þorbjörn féll fyrir Þóri og heitir þar nú Stokkshjalli. Guðmundur kom þá að er Þorbjörn var fallinn. Þeir huldu hræ hans og fóru heim eftir það á bæinn og tóku gripi hans alla og svo þá er Þórir átti og fóru heim síðan.


Þorbjörn hafði verið ísfirskur að ætt og kyni og bjó bróðir hans í Laugardal er Þórður hét. Litlu síðar fór Þórir á fund Þórðar og bar sakir á hendur honum um það að hann hafði sendan Þorbjörn suður þangað á föðurleifð Þóris, slíkur ójafnaðarmaður sem hann var. Þeir sættust með því að Þórir skyldi einn um gera. Lét hann það í faðma fallast, víg Þorbjarnar og gripatakið, en gerði sér til handa löndin bæði í Þorskafirði, Botn og Uppsalir, fyrir þann fjandskap er hann hafði í hlaupið með Halli en Örn var bættur hundraði silfurs.


14. kafli


Þórir seldi landið að Uppsölum Þorgerði í Þorgeirsdal því að hún þóttist eigi búa mega fyrir beitingum Helga af Hjöllum. Þá tók Þórir við Þorgeirsdal og beitti Helgi ei að síður.


Það vandist á að Þórisstöðum að þar hurfu gimburlömb tvö grákollótt hvert vor og höðnukið tvö með sama lit.


========================= And the above passage divided by sentences =========================


Þá brá Þórir Hornhjalta og hjó til Þorbjarnar en hann tók tveim höndum skjöldinn og bar upp við er að honum reið höggið og tók í sundur skjöldinn fyrir neðan mundriðann. 



Eftir það opar Þorbjörn inn undan og kom hurðunni í klofa. 



Sveif hann þá til stofunnar og kom aftur hurðunni og bar þar fyrir slíkt er hann fékk til. 



Þórir braut upp útihurðina og hljóp svo til stofudyranna. 



Hjón Þorbjarnar stóðu við hurðina en Þorbjörn reif upp stokk og reisti undir skjáinn og fór þar út og dró upp stokkinn og hélt síðan upp til fjalls. 



Þórir braut upp stofuhurðina og saknaði Þorbjarnar. 



Hljóp hann þá út skyndilega og sá för Þorbjarnar. 



Hélt Þórir eftir honum og varð fundur þeirra á hjalla einum. 



Varðist Þorbjörn þaðan alldrengilega með stokkinum því að vopn hans höfðu verið eftir í stofunni. 



En svo lauk að Þorbjörn féll fyrir Þóri og heitir þar nú Stokkshjalli. 



Guðmundur kom þá að er Þorbjörn var fallinn. 



Þeir huldu hræ hans og fóru heim eftir það á bæinn og tóku gripi hans alla og svo þá er Þórir átti og fóru heim síðan.



Þorbjörn hafði verið ísfirskur að ætt og kyni og bjó bróðir hans í Laugardal er Þórður hét. 



Litlu síðar fór Þórir á fund Þórðar og bar sakir á hendur honum um það að hann hafði sendan Þorbjörn suður þangað á föðurleifð Þóris, slíkur ójafnaðarmaður sem hann var. 



Þeir sættust með því að Þórir skyldi einn um gera. 



Lét hann það í faðma fallast, víg Þorbjarnar og gripatakið, en gerði sér til handa löndin bæði í Þorskafirði, Botn og Uppsalir, fyrir þann fjandskap er hann hafði í hlaupið með Halli en Örn var bættur hundraði silfurs.



14. kafli


Þórir seldi landið að Uppsölum Þorgerði í Þorgeirsdal því að hún þóttist eigi búa mega fyrir beitingum Helga af Hjöllum. Þá tók Þórir við Þorgeirsdal og beitti Helgi ei að síður.


Það vandist á að Þórisstöðum að þar hurfu gimburlömb tvö grákollótt hvert vor og höðnukið tvö með sama lit.