Ekki vildi Þórir sættast við Þorbjörn um fjárupptakið og kvað þá skyldu greiða með sér í tómi. Lét Þórir nú heim fara alla sína fóstbræður og var nú kyrrt um hríð.
13. kafli
Þar er nú til að taka að Guðmundur son Þóris óx upp í Múla með Eyjólfi þar til er hann var níu vetra gamall. Hann var þá ákafa mikill og sterkur. Hann fór þá heim til föðurs síns. Nú fór svo fram um hríð að hann þroskaðist heima.
Það var einn dag að Þórir kvaddi hann til farar með sér og riðu inn með Þorskafirði og stefndu til Uppsala. Þorbjörn var úti og kenndi för Þóris.
Hann mælti við Örn son sinn: "Hér ríður Þórir og son hans og mun ætla að hefna þess er við tókum féð. Nú vil eg að þú farir sem skjótast á Hofstaði og segir Halli að hann komi til liðs við mig en eg mun á meðan verjast úr húsunum og munu ekki skjót umskipti verða með okkur Þóri."
Örn hefir sig þegar frá bænum.
Þetta sér Þórir og mælti við Guðmund: "Maður rennur þar út frá bænum á Uppsölum og mun sá sendur til Hofstaða til Halls. Far þú eftir honum og dvel hann."
Hann sneri eftir Erni og bað hann bíða. Örn nam staðar og reiddi upp öxi mikla er hann hafði í hendi. Guðmundur hljóp af baki og rann að honum með spjótið og lagði í gegnum hann en Örn gekk á lagið og hjó til hans og yfir öxlina og brotnaði í sundur öxarskaftið en hyrnan kom í herðarblað Guðmundi og varð hann lítt sár. Eftir það féll Örn þar á götunni og heitir þar nú Traustagata.
Þórir reið heim á bæinn að Uppsölum en Þorbjörn stóð í dyrum með vopnum. Gekk Þórir upp að dyrunum en Þorbjörn lagði spjóti til hans en Þórir hjó það af skafti. Þá brá Þorbjörn sverði og hjó til Þóris og kom í hjálminn en sverðið brotnaði undir hjöltunum.
========================= And the above passage divided by sentences =========================
Ekki vildi Þórir sættast við Þorbjörn um fjárupptakið og kvað þá skyldu greiða með sér í tómi.
Lét Þórir nú heim fara alla sína fóstbræður og var nú kyrrt um hríð.
13. kafli
Þar er nú til að taka að Guðmundur son Þóris óx upp í Múla með Eyjólfi þar til er hann var níu vetra gamall.
Hann var þá ákafa mikill og sterkur.
Hann fór þá heim til föðurs síns.
Nú fór svo fram um hríð að hann þroskaðist heima.
Það var einn dag að Þórir kvaddi hann til farar með sér og riðu inn með Þorskafirði og stefndu til Uppsala.
Þorbjörn var úti og kenndi för Þóris.
Hann mælti við Örn son sinn: "Hér ríður Þórir og son hans og mun ætla að hefna þess er við tókum féð.
Nú vil eg að þú farir sem skjótast á Hofstaði og segir Halli að hann komi til liðs við mig en eg mun á meðan verjast úr húsunum og munu ekki skjót umskipti verða með okkur Þóri."
Örn hefir sig þegar frá bænum.
Þetta sér Þórir og mælti við Guðmund: "Maður rennur þar út frá bænum á Uppsölum og mun sá sendur til Hofstaða til Halls.
Far þú eftir honum og dvel hann."
Hann sneri eftir Erni og bað hann bíða.
Örn nam staðar og reiddi upp öxi mikla er hann hafði í hendi.
Guðmundur hljóp af baki og rann að honum með spjótið og lagði í gegnum hann en Örn gekk á lagið og hjó til hans og yfir öxlina og brotnaði í sundur öxarskaftið en hyrnan kom í herðarblað Guðmundi og varð hann lítt sár.
Eftir það féll Örn þar á götunni og heitir þar nú Traustagata.
Þórir reið heim á bæinn að Uppsölum en Þorbjörn stóð í dyrum með vopnum.
Gekk Þórir upp að dyrunum en Þorbjörn lagði spjóti til hans en Þórir hjó það af skafti.
Þá brá Þorbjörn sverði og hjó til Þóris og kom í hjálminn en sverðið brotnaði undir hjöltunum.