10. kafli


Þórir eignaðist Flatey eftir Hallgrímu og hafði þar sæði en Hergils son hennar bjó í Hergilsey sem fyrr var ritað. Hann var faðir Ingjalds er þar bjó síðan og hann barg Gísla Súrssyni og fyrir það gerði Börkur hinn digri af honum eyjarnar en Ingjaldur fór í Þorskafjarðardali og bjó á Ingjaldsstöðum. Hans son var Þórarinn er átti Þorgerði dóttur Glúms Geirasonar. Þeirra son var Helgu-Steinar.


Þorgeir í Ólafsdal lét sér stórum illa líka til Þóris um konumálið. Hann vissi að fátt var með þeim Steinólfi og Þóri. Því gaf Þorgeir Steinólfi fé til að hann veitti Þóri umsátir ef færi yrði á. Og er þeir höfðu ráðið samband fann Þorgeir Hall af Hofstöðum og bað hann ganga í málið með þeim. En hann varð glaður við og bað þeim heill duga er fyrstur réði ráðum til skamma Þóri en kvað þó illt við hann að eiga "fyrir sakir harðfengi og fylgdar þeirrar er hann hefir."


En það ráð gerði Hallur að þeir skyldu ráða af einnhvern fóstbróður hans.


Hallur hitti þá Askmann og Hólmgöngu-Kýlan og gaf þeim þrjár merkur silfurs að þeir dræpu Má Hallvarðsson og því hétu þeir að leita við ef þeir mættu.


Litlu síðar fór Askmaður til móts við Kýlan og taka vopn sín og fara til Hríshvols. Askmaður hafði króksviðu í hendi. Hann fór til húss og sagði Mávi að uxi lá í mýri og bað hann upp draga. Már kvað hann fara munu að nokkuru illu og sagðist eigi trúa munu lygi hans. Askmaður kvað eigi kynlegt að hann þyrði eigi að ganga í Valshelli er hann þorði eigi að bjarga fé sínu þótt hann fylgdi honum til. Þá hljóp Már upp og tók vopn sín, hjálm, skjöld og sverð. En er þeir voru á leið komnir lofaði Askmaður hann mjög og vopn hans og bað hann sýna sér sverðið. Már gerði svo. Askmaður brá sverðinu og blés í eggjarnar áður hann lét laust.


=============== And now the above passage divided by sentences ===============


10. kafli


Þórir eignaðist Flatey eftir Hallgrímu og hafði þar sæði en Hergils son hennar bjó í Hergilsey sem fyrr var ritað. 



Hann var faðir Ingjalds er þar bjó síðan og hann barg Gísla Súrssyni og fyrir það gerði Börkur hinn digri af honum eyjarnar en Ingjaldur fór í Þorskafjarðardali og bjó á Ingjaldsstöðum. 



Hans son var Þórarinn er átti Þorgerði dóttur Glúms Geirasonar. 



Þeirra son var Helgu-Steinar.



Þorgeir í Ólafsdal lét sér stórum illa líka til Þóris um konumálið. 



Hann vissi að fátt var með þeim Steinólfi og Þóri. 



Því gaf Þorgeir Steinólfi fé til að hann veitti Þóri umsátir ef færi yrði á. 



Og er þeir höfðu ráðið samband fann Þorgeir Hall af Hofstöðum og bað hann ganga í málið með þeim. 



En hann varð glaður við og bað þeim heill duga er fyrstur réði ráðum til skamma Þóri en kvað þó illt við hann að eiga "fyrir sakir harðfengi og fylgdar þeirrar er hann hefir."


En það ráð gerði Hallur að þeir skyldu ráða af einnhvern fóstbróður hans.



Hallur hitti þá Askmann og Hólmgöngu-Kýlan og gaf þeim þrjár merkur silfurs að þeir dræpu Má Hallvarðsson og því hétu þeir að leita við ef þeir mættu.



Litlu síðar fór Askmaður til móts við Kýlan og taka vopn sín og fara til Hríshvols. 



Askmaður hafði króksviðu í hendi. 



Hann fór til húss og sagði Mávi að uxi lá í mýri og bað hann upp draga. 



Már kvað hann fara munu að nokkuru illu og sagðist eigi trúa munu lygi hans. 



Askmaður kvað eigi kynlegt að hann þyrði eigi að ganga í Valshelli er hann þorði eigi að bjarga fé sínu þótt hann fylgdi honum til. 



Þá hljóp Már upp og tók vopn sín, hjálm, skjöld og sverð. 



En er þeir voru á leið komnir lofaði Askmaður hann mjög og vopn hans og bað hann sýna sér sverðið. 



Már gerði svo. 



Askmaður brá sverðinu og blés í eggjarnar áður hann lét laust.