Þórarinn gekk á lagið og hjó yfir Hall og þann banahögg er næst honum var. Þar féllu þrír menn af Halli áður þeir Þórir og Ketilbjörn fengu vopn sín. Og nú sjá þeir Hallur að Hallsteinn og hans menn voru komnir ofan á brekkuna og veita Þóri. Hlaupa þeir Hallur nú til hesta sinna. Þá vó Þórir mann en Ketilbjörn annan. Bar þá Hall undan og hans menn.


Þeir Hallsteinn og Þórir hlaupa nú í bátinn og nær fjórir tigir manna og reru yfir fjörðinn og fundust þeir Hallur þá við Vaðilseyri. Tókst þá þegar athlaup og vó Þórir einn mann. Hallur bauð þá sættir og kom því svo að hann seldi Hallsteini sjálfdæmi fyrir víg Þórarins. En hann gerði tvö hundrað silfurs en menn þeir er féllu við Búlká skyldu koma fyrir tilför. En sá er Þórir vó á Vaðilseyri var fé bættur og kom þar fyrir Uppsalaland og skyldi allt ógert ef Hallur héldi eigi sættina. Fór Hallur við þetta heim og undi illa við.


Hyrningur sagðist eigi vildu með honum vera og réðst í Berufjörð til lags við Beru og var með henni þar til er synir hennar vönduðu um. En síðan gerði hann bú á Hyrningsstöðum og bjó þar til elli. Hann hélt jafnan vingan við Þóri og það fé hafði hann mest er Þórir gaf honum því að hann náði engu af Halli föður sínum.


9. kafli


Þórir reisti bæ mikinn þar er nú heitir á Þórisstöðum og setti þar saman mikið bú. Var hann hinn mesti rausnamaður. Allir fóstbræður hans fóru til feðra sinna nema Þórhallur og Ketilbjörn.


Þuríður Hallsteinsdóttir var bústýra Þóris og lagði Ketilbjörn hug á hana. En Þórir átti son við Valgerði konu Hrómundar í Gröf og hét sá Atli.


Hauknefur hafði gefið Þóri hest kinnskjóttan, ungan. Hann var gauskur hlaupari og var alinn á korni vetur og sumar. Þessum reið Þórir yfir Þorskafjörð hvort er var flóð eða fjara og var hann gersemi mikil.




===========And now the above passage divided by sentences=================



Þórarinn gekk á lagið og hjó yfir Hall og þann banahögg er næst honum var. 



Þar féllu þrír menn af Halli áður þeir Þórir og Ketilbjörn fengu vopn sín. 



Og nú sjá þeir Hallur að Hallsteinn og hans menn voru komnir ofan á brekkuna og veita Þóri. 



Hlaupa þeir Hallur nú til hesta sinna. 



Þá vó Þórir mann en Ketilbjörn annan. 



Bar þá Hall undan og hans menn.



Þeir Hallsteinn og Þórir hlaupa nú í bátinn og nær fjórir tigir manna og reru yfir fjörðinn og fundust þeir Hallur þá við Vaðilseyri. 



Tókst þá þegar athlaup og vó Þórir einn mann. 



Hallur bauð þá sættir og kom því svo að hann seldi Hallsteini sjálfdæmi fyrir víg Þórarins. 



En hann gerði tvö hundrað silfurs en menn þeir er féllu við Búlká skyldu koma fyrir tilför. 



En sá er Þórir vó á Vaðilseyri var fé bættur og kom þar fyrir Uppsalaland og skyldi allt ógert ef Hallur héldi eigi sættina. 



Fór Hallur við þetta heim og undi illa við.



Hyrningur sagðist eigi vildu með honum vera og réðst í Berufjörð til lags við Beru og var með henni þar til er synir hennar vönduðu um. 



En síðan gerði hann bú á Hyrningsstöðum og bjó þar til elli. 



Hann hélt jafnan vingan við Þóri og það fé hafði hann mest er Þórir gaf honum því að hann náði engu af Halli föður sínum.



9. kafli


Þórir reisti bæ mikinn þar er nú heitir á Þórisstöðum og setti þar saman mikið bú. 



Var hann hinn mesti rausnamaður. 



Allir fóstbræður hans fóru til feðra sinna nema Þórhallur og Ketilbjörn.



Þuríður Hallsteinsdóttir var bústýra Þóris og lagði Ketilbjörn hug á hana. 



En Þórir átti son við Valgerði konu Hrómundar í Gröf og hét sá Atli.



Hauknefur hafði gefið Þóri hest kinnskjóttan, ungan. 



Hann var gauskur hlaupari og var alinn á korni vetur og sumar. 



Þessum reið Þórir yfir Þorskafjörð hvort er var flóð eða fjara og var hann gersemi mikil.