Þeir sáu fyrir virki hátt og er þeir komu þar hófu þeir Þóri upp á spjótaoddum. Þá krækti hann öxi sinni upp á virkisvegginn og las sig svo upp. Lauk hann þá upp virkinu fyrir félögum sínum. Gengu þeir þá inn með öll föng sín. Þórir lauk upp skálann og voru þar tólf manna rekkjur og tvær mestar. Virkið var öruggt vígi. Þórir bað þá vörð halda og svo gerðu þeir.


En litlu síðar sáu þeir tólf menn, mjög víglega, ríða að virkinu og voru tveir mestir. Þeir spyrja er til komu hverjir svo djarfir væru að tóku virkið með valdi. Þeir Þórir sögðu til sín og spurðu hverjir komnir væru. Sá nefnist Hauknefur er svaraði en annar Hama. Hann var af Helsingjalandi en Hauknefur af Gestrekalandi. Þeir báðu þá Þóri út ganga.


En Þórir segir að hann vill berjast með jafn marga menn "og skulu tveir af vorum mönnum berjast við tvo yðra menn."


Þeir vilja það. Þórir og Ketilbjörn börðust við tvo af stigamönnum og hjó sitt högg hvor þeirra og varð hinum það þegar að bana. Eftir það börðust þeir allir og varð það harður atgangur en svo lauk að þeir féllu allir nema tveir, Hauknefur og Hama. Þeir voru þó mjög sárir. Þórir bauð Hauknef grið og báðum þeim og því játta þeir skjótt. Síðan gengu þeir til handa og félags við Þóri og skiptu að jafnaði öllu því fé er þar var og fóru af skóginum er þeir voru búnir, fyrst til Svíþjóðar en þaðan til Gautlands og fundu þar Hlöðvi jarl son Æsu hinnar örðigu Hlöðversdóttur. Hann gekk þegar við frændsemi við Þóri er hann sagði ætt sína. Þeir voru þar landvarnarmenn um hríð og gerðust víðfrægir.


6. kafli


Ásta hét dóttir jarls. Hennar bað Gautur berserkur, mikill kappi. Hann var sænskur að ætt. Með honum var Geir hinn gerski og höfðu mikla sveit en jarl vill eigi gefa konuna.



=======And the above passage divided by sentences:============



Þeir Sáu Fyrir virki hátt og er þeir komu þar hófu þeir Þóri upp á spjótaoddum. 



Þá krækti hann öxi sinni upp á virkisvegginn og las sig svo upp. 



Lauk hann þá upp virkinu fyrir félögum sínum. 



Gengu þeir þá inn með öll föng sín. 



Þórir lauk upp skálann og voru þar tólf manna rekkjur og tvær mestar. 



Virkið var öruggt vígi. 



Þórir bað þá vörð halda og svo gerðu þeir.



En litlu síðar sáu þeir tólf menn, mjög víglega, ríða að virkinu og voru tveir mestir. 



Þeir spyrja er til komu hverjir svo djarfir væru að tóku virkið með valdi. 



Þeir Þórir sögðu til sín og spurðu hverjir komnir væru. 



Sá nefnist Hauknefur er svaraði en annar Hama. 



Hann var af Helsingjalandi en Hauknefur af Gestrekalandi. 



Þeir báðu þá Þóri út ganga.



En Þórir segir að hann vill berjast með jafn marga menn "og skulu tveir af vorum mönnum berjast við tvo yðra menn."



Þeir vilja það. 



Þórir og Ketilbjörn börðust við tvo af stigamönnum og hjó sitt högg hvor þeirra og varð hinum það þegar að bana. 



Eftir það börðust þeir allir og varð það harður atgangur en svo lauk að þeir féllu allir nema tveir, Hauknefur og Hama. 



Þeir voru þó mjög sárir. 



Þórir bauð Hauknef grið og báðum þeim og því játta þeir skjótt. 



Síðan gengu þeir til handa og félags við Þóri og skiptu að jafnaði öllu því fé er þar var og fóru af skóginum er þeir voru búnir, fyrst til Svíþjóðar en þaðan til Gautlands og fundu þar Hlöðvi jarl son Æsu hinnar örðigu Hlöðversdóttur. 



Hann gekk þegar við frændsemi við Þóri er hann sagði ætt sína. 



Þeir voru þar landvarnarmenn um hríð og gerðust víðfrægir.



6. kafli


Ásta hét dóttir jarls. 



Hennar bað Gautur berserkur, mikill kappi. 



Hann var sænskur að ætt. 



Með honum var Geir hinn gerski og höfðu mikla sveit en jarl vill eigi gefa konuna.