Og er þeir flugu upp yfir bergsnösina hljóp hann Björn þá upp á bergið og lagði málaspjóti á drekanum. En er hann hreppti áverkann þá hljóp úr sárinu mikið blóð í andlit honum og fékk hann af því skjótan bana en blóðið og eitrið kom á fót Hyrningi og sló þar í æðiverk svo að hann mátti trautt standast.


Nú er að segja frá Þóri og hans félögum að þeir afla sér mikils fjár í hellinum svo að það var margra manna fullfengi í gulli og mörgum dýrgripum. Er svo sagt að þeir hafi á þriðja degi verið í Valshelli. Síðan las Þórir sig fyrstur upp og dró upp fé og þá félaga sína. Tók hann þá fót Hyrnings og strauk með glófunum og tók þegar úr allan verkinn. Nú skyldi Þórir skipta fénu og varð einn hluturinn ávallt mestur og fór svo nokkurum sinnum.


Þá mælti Ketilbjörn: "Fóstbróðir," sagði hann, "þú hefir mest unnið til fjár þessa. Nú vil eg gefa þér minn hlut."


Þá mælti Þórhallur þvílíkum orðum. Þórir varð allléttbrúnn við þetta og varðveitir nú féið. En skipt var gullinu Agnarsnaut með félögum Þóris og hefir hver þeirra mörk gulls. Hann gaf og sinn grip hverjum þeirra. Hyrningi gaf hann sverðið Agnarsnaut. Eftir það fóru þeir aftur til Úlfs og vildi Þórir segja frá tíðindum. Þeir dvöldust um hríð með Úlfi og gerði Þórir þá járnviðjar um kistur sínar og læsti vandlega Valshellisgull og lét alla sína félaga á sinn kost þann vetur.


5. kafli


Eftir það fóru þeir suður til Þrándheims og fundu þar Sigmund. Var það við jól. Þórir sagði Sigmundi frá ferðum þeirra. En Sigmundur bað þá þegar eftir jólin fara úr ríki Noregskonungs. Hann sendi þá inn í Þrándheim og fékk þeim eyki austur um Kjöl til Jamtalands og svo til Gestrekalands. Þaðan fóru þeir á Elfarskóg og ætla til Svíþjóðar, sá skógur er fjögurra rasta og tuttugu breiður, og vissu eigi hvar þeir fóru.



===== And the above passage divided by sentences =======


Og er þeir flugu upp yfir bergsnösina hljóp hann Björn þá upp á bergið og lagði málaspjóti á drekanum. 



En er hann hreppti áverkann þá hljóp úr sárinu mikið blóð í andlit honum og fékk hann af því skjótan bana en blóðið og eitrið kom á fót Hyrningi og sló þar í æðiverk svo að hann mátti trautt standast.



Nú er að segja frá Þóri og hans félögum að þeir afla sér mikils fjár í hellinum svo að það var margra manna fullfengi í gulli og mörgum dýrgripum. 



Er svo sagt að þeir hafi á þriðja degi verið í Valshelli. 



Síðan las Þórir sig fyrstur upp og dró upp fé og þá félaga sína. 



Tók hann þá fót Hyrnings og strauk með glófunum og tók þegar úr allan verkinn. 



Nú skyldi Þórir skipta fénu og varð einn hluturinn ávallt mestur og fór svo nokkurum sinnum.



Þá mælti Ketilbjörn: "Fóstbróðir," sagði hann, "þú hefir mest unnið til fjár þessa. 



Nú vil eg gefa þér minn hlut."



Þá mælti Þórhallur þvílíkum orðum. 



Þórir varð allléttbrúnn við þetta og varðveitir nú féið. 



En skipt var gullinu Agnarsnaut með félögum Þóris og hefir hver þeirra mörk gulls. 



Hann gaf og sinn grip hverjum þeirra. 



Hyrningi gaf hann sverðið Agnarsnaut. 



Eftir það fóru þeir aftur til Úlfs og vildi Þórir segja frá tíðindum. 



Þeir dvöldust um hríð með Úlfi og gerði Þórir þá járnviðjar um kistur sínar og læsti vandlega Valshellisgull og lét alla sína félaga á sinn kost þann vetur.



5. kafli


Eftir það fóru þeir suður til Þrándheims og fundu þar Sigmund. 



Var það við jól. 



Þórir sagði Sigmundi frá ferðum þeirra. 



En Sigmundur bað þá þegar eftir jólin fara úr ríki Noregskonungs. 



Hann sendi þá inn í Þrándheim og fékk þeim eyki austur um Kjöl til Jamtalands og svo til Gestrekalands. 



Þaðan fóru þeir á Elfarskóg og ætla til Svíþjóðar, sá skógur er fjögurra rasta og tuttugu breiður, og vissu eigi hvar þeir fóru.