Og er Ketilbjörn sá það lést hann fara vilja með Þóri og kvað eitt skyldu yfir þá ganga. Fer hann þá ofan með strenginum. Þórhallur Kinnarson kveðst og fara vilja en Þrándur langi kvað Sigmund eigi það spyrja skulu að hann þyrði eigi að fylgja þeim er hann hafði þó heitið sinni liðveislu. Þórir var nú kominn í hellinn og dró þá til sín hvern er ofan kom.


Bergsnös nokkur gekk fram við sjóinn allt fyrir fossinn og fóru þeir Björn Beruson og Hyrningur þar á fram og þaðan upp undir fossinn. Þeir höfðu þar tjald hjá snösinni því að eigi mátti nær vera fossinum fyrir skjálfta og vatnfalli og regni.


Þeir Þórir tendruðu ljós í hellinum og gengu þar til er vindi laust í móti þeim og slokknuðu þá login. Þá hét Þórir á Agnar til liðs og þegar kom elding mikil frá hellisdyrunum og gengu þá um stund við það ljós þar til er þeir heyrðu blástur til drekanna. En jafnskjótt sem eldingin kom yfir drekana þá sofna þeir allir. En þá skorti eigi ljós er lýsti af gulli því er þeir lágu á. Þeir sáu hvar sverð voru og komu upp hjá þeim meðalkaflarnir. Þeir Þórir þrifu þá skjótt til sverðanna og síðan hlupu þeir yfir drekana og lögðu undir bægsl þeim og svo til hjartans. Þórir fékk tekið hjálminn af hinum mesta drekanum. Og í þessi svipan þrífur hinn mesti drekinn Þránd lang og fló með hann út úr hellinum og þegar hver að öðrum og hraut eldur af munni þeim með miklu eitri.


Nú sáu þeir er úti voru að glæddi úr fossinum. Þeir hlupu úr tjaldinu. En drekarnir flugu upp úr fossinum og sáu þeir Björn að einn drekinn hafði mann í munni sér. Þóttust þeir þá vita að allir mundu þeir látnir er í hellinn höfðu farið. Hinn mesti drekinn flaug lengst, sá er manninn hafði í munni.


And now the same passage, but divided by sentences:


Og er Ketilbjörn sá það lést hann fara vilja með Þóri og kvað eitt skyldu yfir þá ganga. 



Fer hann þá ofan með strenginum. 



Þórhallur Kinnarson kveðst og fara vilja en Þrándur langi kvað Sigmund eigi það spyrja skulu að hann þyrði eigi að fylgja þeim er hann hafði þó heitið sinni liðveislu. 



Þórir var nú kominn í hellinn og dró þá til sín hvern er ofan kom.



Bergsnös nokkur gekk fram við sjóinn allt fyrir fossinn og fóru þeir Björn Beruson og Hyrningur þar á fram og þaðan upp undir fossinn. 



Þeir höfðu þar tjald hjá snösinni því að eigi mátti nær vera fossinum fyrir skjálfta og vatnfalli og regni.



Þeir Þórir tendruðu ljós í hellinum og gengu þar til er vindi laust í móti þeim og slokknuðu þá login. 



Þá hét Þórir á Agnar til liðs og þegar kom elding mikil frá hellisdyrunum og gengu þá um stund við það ljós þar til er þeir heyrðu blástur til drekanna. 



En jafnskjótt sem eldingin kom yfir drekana þá sofna þeir allir. 



En þá skorti eigi ljós er lýsti af gulli því er þeir lágu á. 



Þeir sáu hvar sverð voru og komu upp hjá þeim meðalkaflarnir. 



Þeir Þórir þrifu þá skjótt til sverðanna og síðan hlupu þeir yfir drekana og lögðu undir bægsl þeim og svo til hjartans. 



Þórir fékk tekið hjálminn af hinum mesta drekanum. 



Og í þessi svipan þrífur hinn mesti drekinn Þránd lang og fló með hann út úr hellinum og þegar hver að öðrum og hraut eldur af munni þeim með miklu eitri.



Nú sáu þeir er úti voru að glæddi úr fossinum. 



Þeir hlupu úr tjaldinu. 



En drekarnir flugu upp úr fossinum og sáu þeir Björn að einn drekinn hafði mann í munni sér. 



Þóttust þeir þá vita að allir mundu þeir látnir er í hellinn höfðu farið. 



Hinn mesti drekinn flaug lengst, sá er manninn hafði í munni.