4. kafli
Eftir það vitkuðust þeir og vakna, fóru heim síðan.
After that they recovered their senses and wake up; they then went home.
Þeir sögðu Úlfi hvað fyrir þá hafði borið og báðu hann vísa sér til hellis Vals.
They told Ulfr what then had happened and asked him to show the way to Val's cave.
Úlfur latti þá þeirrar ferðar og bauð þeim fé til að þeir færu eigi og segir engan aftur hafa komið, þann er farið hafði, en kvað illt þykja að þeir menn týndust er Sigmundur vin hans hafði sent honum.
Ulfr dissuaded them from their trip and asked them for money so that they didn't go and says no one had come back, he who had gone, and said he thought poorly that the men perished when his friend Signumdr had sent him.
En Þórir vill fara fyrir hvern mun.
But Thorir wants to go before anyone (else) will.
Og litlu síðar ráðast þeir félagar til ferðar og fara norður fyrir Finnmörk þar til er þeir koma norður fyrir Blesaverg.
And a little later the company undertook a journey and goes north over Finmork until they arrive north of Blesaverg.
Svo heitir fjallið það er hellir Vals var í en það er norður við Dumbshaf.
So the mountain is named where Val's cave was inside, and that is north towards Dumbshaf (Mute-sea).
Þar fellur á mikil í gljúfrunum fram af bergi og allt út í sjó.
There falls in the rocky ravines in front of a mountain and all out to sea. (?)
Þórir kenndi þá að þeir voru þar komnir sem honum var til vísað.
Thorir then recognized they had come there as he was shown the way.
Þeir fóru á bergið og höfðu þann umbúnað er Agnar hafði kennt þeim, hjuggu upp tré mikið og færðu limarnar fram af berginu og báru grjót á rótina.
They went to the mountain and they had the reward with Agnar had shown them, they cut down a large tree and brought the branches forward of the mountain and carried stones to the roots. (??)
Síðan tóku þeir kaðal og festu við limarnar.
They they took a rope and fastened (it) to the branches.
Þá bauð Þórir sínum förunautum að fara og hafa fé það er fengi.
Then Thorir asked his companions to go and carry off (Z. hafa 7) the money which (they could) get hold of.
En engi þeirra bar traust til að ná hellinum þótt engi væri önnur hætta en sú og báðu þeir hann frá hverfa.
But none of them had the courage to reach the cave although none would be other danger than that and they asked him to turn away.
Þórir segir: "Ekki mun nú það verða.
Thorir says: "It will not now be.
Er það líkast að eg hætti á og hafi eg fé skuldlaust slíkt er fæst."
It is likely that I risk and I have unencumbered wealth such is least."
Þeir létust eigi mundu til fjár kalla og sögðu hann ærið til vinna ef hann næði.
They professed (they) would not lay claim to the money and told him substantial (?) make him worth if he got.
Þeir fundu að Þórir var allur maður annar en hann hafði verið.
They discovered that Thorir was quite another man that he had been. (Z. allr 2: allr annarr maðr = quite another man)
Þórir fór af klæðum sínum og gerði sig léttbúinn.
Thorir took off his clothers and became lightly clad.
Hann fór í kyrtil Agnarsnaut og tók glófana, beltið og hnífinn og línu mjóva er Agnar fékk honum.
He put on Agnar's gift (of the) kirtle and took the gloves, the belt and the knife and the thin rope that Agnar got him.
Hann hafði snærisspjót er faðir hans gaf honum.
He had a javelin with a thong that his father gave him.
Gekk hann svo fram á tréið.
He so went forth to the tree.
Þá skaut hann spjótinu yfir ána og festi það öðrumegin árinnar í viðinum.
Then he shot the javelin over the river and it fastened to the otherside of the river in the tree.
Eftir það fór hann í festina og lét línuna draga sig af berginu undir fossinn.
After that he went by means of the cord and had the rope pull him from the mountain under the waterfall.